Hatursfullir vinstrimenn

Vinstrisinnaðir netdólgar hafa farið hamförum vegna viðbragða Haraldar Johannessen við beiðni ríkisendurskoðandans Sveins Arasonar, um að afhenda gögn um viðskipti ríkislögreglustjóra við RadíóRaf.

Netdólgarnir halda því fullum fetum fram að Haraldur hafi NEITAÐ að afhenda gögnin. Engu skiptir þó dólgunum sé bent á það svart á hvítu að Haraldur hefur ekki neitað að afhenda gögnin, heldur einungis farið fram á að Sveinn Arason víki úr stóli ríkisendurskoðanda í þessu máli. Í bréfi innanríkisráðuneytisins 30. nóv. sl. til ríkislögreglustjóra sést þetta skýrt.

Untitled2

Beiðni Haraldar er eðlileg í ljósi offorsins sem Sveinn sýndi, þegar hann gagnrýndi kaup ríkislögreglustjóraembættisins á neyðarútbúnaði lögreglunnar án útboðs, vegna ofbeldisskrílsins í búsáhaldabyltingunni svo kölluðu. Eftir að Ögmundur innanríkisráðherra hafði lagst yfir málið, komst hann að þeirri niðurstöðu að ekkert hefði verið athugavert við verklag ríkislögreglustjóra vegna kaupanna.

Maður spyr sig hvort Sveinn Arason sé í einhverri sérstakri herferð gegn Haraldi Johannessen. Hefur Sveinn einhverjar pólitískar tengingar í stjórnarflokkana?


mbl.is Fer yfir svör ríkislögreglustjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Halldórsson

Ég efast ekkert um í hvaða herferð Haraldur Johannessen er; en það er ekki í vegi að spyrja Gunnar um hvort honum finnist þá sjálfsagt að hver sá sem lögreglan hefur grunaðan um að hafa farið á svig við lög og reglur; geti krafist þess að Haraldur Johannessen víki úr stól ríkislögreglustjóra?

Halldór Halldórsson, 6.12.2011 kl. 13:37

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég nenni ekki að svara bull athugasemdum

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.12.2011 kl. 15:39

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það þarf að fara fram rannsókn á lögreglunni.

Þetta mál er langt fram því að vera einsdæmi um að heiðvirt fólk standi lögregluna að einhverju vafasömu eða jafnvel ólögmætu.

Ég get til dæmis sjálfur fært fyrir því rök og borið vitni um tilvik þess að lögreglan á höfuðsborgarsvæðinu starfi með skipulögum glæpasamtökum.

Við búum því miður í landi sem stjórnast af lögleysu.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.12.2011 kl. 20:17

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér finnst að þú eigir að koma þessum upplýsingum á framfæri, þ.e. að útlista þetta nánar og með sönnunum. Án sannana er þetta bara ómerkileg kjaftasaga.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.12.2011 kl. 20:24

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er verið að vinna í málinu, nánari upplýsingar um það verða eflaust birtar þegar það fer í sinn réttarfarsveg. Sem verður á næstunni.

Í millitíðinni vil ég benda þér á færslu Erlings Alfreðs Jónssonar þar sem eru ágætis útlistanir á því hverskonar glæpastarfsemi er um að ræða:

#152. Fyrrverandi forsvarsmenn SP-Fjármögnunar hf. kærðir...

Guðmundur Ásgeirsson, 11.12.2011 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband