Ég er sammála Birni Bjarnasyni í flestum málum en ekki í þessu. Þeir hægrimenn sem andskotast í Samfylkingunni í þessu máli, eru sjálfum sér ósamkvæmir og markmið þeirra virðast eingöngu snúast um það að gera Samfylkinguna tortryggilega.
Engin rök eru færð fyrir því að ekki megi skoða hvað Huang Nupo ætlast fyrir. Páll Vilhjálmsson bloggar eins og geðsjúklingur sem reitir hár sitt í angist og örvinglan yfir hugsanlegri erlendri íhlutun. Hann segir á bloggi sínu:
"...núna er það rauði dregillinn fyrir kínverskan kommúnista sem er heimsvaldasinni í dularklæðum ljóðskálds."
... og einnig:
"Í ljósi þessi að kínverski kommúnistinn er nánast í fjölskyldutengslum við æðstaráð Samfylkingarinnar er eðlilegt að spyrja um þá sem þiggja greiðslur fyrir að ganga erinda þykjustuljóðskáldsins"
Björn Bjarnason tekur undir þennan söng. Mér verður óglatt af svona málflutningi. Svona viðbjóður passar betur við VG en komandi frá mínum eigin flokksmönnum veldur mér miklum vonbrigðum.
Björn: Hversu langt gengur Samfylkingin? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 4.12.2011 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
Athugasemdir
Gunnar, ein risastór spurning hefur vaknað hjá mér eftir allt sem skrifað hefur verið um þetta blessaða mál og hún er:- Hvernig auðgast maður í kommonistaríki ?
Camel, 5.12.2011 kl. 00:06
Mætti alveg eins spyrja: Hvernig auðgast maður í Íslandsríki? Svar: Með því að vera í Sjálfstæðisflokknum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.12.2011 kl. 00:22
Einmitt Camel. Á meðan blásið er upp miklu moldviðri, er enginn að spyrja hinnar augljósu spurningar: hvernig er þetta fé til komið?
Er það afrakstur atvinnurekstar þar sem réttindi verkafólks eru fyrir borð borin? Kannski þar sem unnið er með eiturefni og náttúruspjöll algeng? Eða verkafólk á alltof lágum launum við slæmar vinnuaðstæður? Barnaþrælkun?
Er þetta e.t.v. illa fengið fé? Og er engin ástæða til að kanna það?
Við erum nú að tala um fyrrverandi áróðursstarfsmann úr stjórnkerfi sem er þekkt fyrir ýmislegt annað en að vera laust við spillingu.
Það eru ekki fordómar heldur veruleikinn.
Við kaupum t.d. ekki föt sem börn eru látin vinna við að sauma, er það?
Guðmundur Ásgeirsson, 5.12.2011 kl. 00:22
þá verðiði að hætta að verla allar kínverskar vörur. það er alveg hugsanlegt að þær séu framleiddar með vafasömum hætti.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.12.2011 kl. 00:34
Edit: ,,versla".
Almennt um þetta efni, þá er þetta allt svo fyrirséð. Um mann af erlendu bergi brotnu er að ræða = Ómögulegt. Eða til var: Voðalegt. Og þrautavara: Óskaplegt.
þetta er bara gegnum gangandi þessi misseri. Maður af kanadísku bergi brotnu, menn af Bersku og hollensku bergi brotnu. maður af kínversku bergi brotnu = Allt ómögulegt og voðalega óskaplegt.
Með BB og sjalla og sona, að auðvitað stökva þeir á þennan lýðskrumsfaktor af fullu afli. þetta hefur yfirleitt virkað vel á Íslandi og alveg sérstaklega síðustu misseri. Auðvitað eru þeir ósamkvæmir sjálfum sér. þeim er alveg slétt sam um það. Málið hjá þeim snýst um skammtíma atkvæðahagsmuni.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.12.2011 kl. 00:39
Kærar þakkir, Ómar, fyrir góð ráð. Ég læt þá skrá mig í Sjálfstæðisflokkinn strax á morgun og get þá kannski reddað jólunum.
Guðmundur. Ég hef alltaf eyrt það að enginn ætti að fá meira kaup ef tvöföld verkamannalaun í þessum kommúnistaríkjum, alla vega var það svo í Sovét.
Camel, 5.12.2011 kl. 00:43
það er ekki þar með sagt að það dugi. Ekki frekar en allir meðlimir kommúnistaflokks kína séu auðugir.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.12.2011 kl. 01:01
Camel, kínverskt hagkerfi hefur breyst gífurlega sl. 10 ár eða svo. Einkaframtaki er ekki reystar sömu skorður og áður. Vel má vera að tilteknum vildarvinum stjórnvalda hafi verið hampað í einkavæðingunni í Kína, en ég fæ ekki séð að það skipti okkur einhverju máli. Peningar eru peningar, þeir hafa hvorki andlit né landamæri.
-
Varðandi barnaþrælkun og það allt, þá er það ekki bara bundið við kínversk fyrirtæki. Hver og einn verður að gera það upp við sig, hvort hann kaupir ódýra vöru frá öðrum heimshlutum eða ekki. Það, að varan sé ódýr, er ekki sönnun þess að eitthvað misjafnt sé í gangi. Kannski er það þannig og kannski ekki.
Að benda á einstök fyrirtæki frá Kína sem uppvís hafa verið að einhverju misjöfnu, og dæma öll kínversk fyrirtæki út frá því, er út í hött. Hvað með bandarísk fyrirtæki, þýsk, tælensk o.s.f.v.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2011 kl. 01:07
Gunnar, maður verður ansi tortryggin með svona peninga að austan. Hvaða dylgur hafa t.d. verið með þá bjórfeðga í Rússlandi og þá aura sem þeir náðu sér í þar. Í kjölfarið keyptu þeir eitthvað af bönkum eins og flestir vita.
Camel, 5.12.2011 kl. 01:32
Það er allt í lagi að vera tortryggin, en þá er bara að kanna málið en ekki láta ímyndanir og kjaftasögur ráða för
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2011 kl. 02:11
Það er mjög eðlilegt að fólk tortryggi viðskipti Samfylkingarinnar og Huang Nupo. T.d. hvers vegna voru viðbrögð ýmisa þingmanna Sf svona taugaveikluð? Engu er líkara en búið sé að ráðstafa þessu landi án þess að fara að lögum. Hvernig er það, hugsar sumt fólk bara um skammtíma gróða,á ekki að hugsa neitt um framtíð þessa lands og afkomendur okkar, er það möguleiki að ekki sé verið að hugsa um að afkomendur sumra verði forréttindastétt og hinir vinnuþrælar?
Ef ég man rétt þá komu fyrir ekki svo margt löngu Bandarískir auðjöfrar og vildu fjárfesta hér fyrir milljarða, en settu fram þá kröfu að fá ríkisborgararétt, ég man ekki til að Samfylkingar-fólk á þingi hafi farið svona á límingunum yfir því að margir hafi verið á móti því að selja ríkisborgararéttinn með þessum hætti.
Sandy, 5.12.2011 kl. 05:54
Það sem mér líst ekki á er að það er eins og þetta Nubo dæmi eigi að leysa öll okkar vandamál. Mér finnst líka að við vera að selja gullgæsina.
Ég segi því, ekki tjalda til einnar nætur núna, það verður okkur dýrt á endanum.
Sandy, þetta var góð ábending með Bandaríkjamennina. Þá var talað um uppkaup auðmanna á landinu sem ekki mvirðist meiga minnast á í dag.
Camel, 5.12.2011 kl. 10:00
Þið talið um auðmenn eins og það séu pestagemlinar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2011 kl. 11:06
Margir þeirra líta á sig sem forréttindahóp, það er þó nokkur pest í því Gunnar.
Camel, 5.12.2011 kl. 13:50
Auðmenn eru einnig fólk... misjafnir eins og þeir eru margir
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2011 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.