Dómstóll götunnar á báða bóga

Ef rannsóknir sýna að 2% nauðgunarkæra eru byggðar á upplognum sökum, er þá 98% líkur á því að Egill "Gilz" Einarsson og unnusta hans eru sek?

Er öruggt að 18 ára stúlka ljúgi upp á Egil og unnustu hans nauðgun, af því hann er ríkur og frægur?

Sumir virðast vera með þetta alveg á hreinu. Errm

Ég ætla að bíða eftir bókinni GetLost


mbl.is Kærir fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil ekki afhverju fólk er yfir höfuð að mynda sér skoðun um málið. Ekki veit ég hvað gerðist og það held ég að eigi við alla nema þá sem eiga í hlut. Er ekki rétt að láta rétt yfirvöld sjá um málið.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 19:19

2 Smámynd: Einar Karl

Þetta er sorglegt mál. Og erfitt mál.

Stefán Örn, Jú, ein leið er að "mynda sér ekki skoðun um málið". Þýðir það að við horfum áfram á þætti Gillz um mannasiði og samskipti kynjanna og hlæjum bara? Felst kannski viss afstaða í því?

Reyndi að skipuleggja vangaveltur mínar hér: Er sonur minn nauðgari?

Einar Karl, 4.12.2011 kl. 22:31

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála, Stefán Örn.

Einar, en að hætta að "neyta" alls sem Gillz hefur upp á að bjóða, vegna ásakana um nauðgun? Hvaða skilaboð eru það?

Og hvers vegna nefna hatursfullir femínistar ekki konuna sem einnig er sökuð um nauðgunina?

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.12.2011 kl. 22:53

4 Smámynd: Einar Karl

Gunnar,

þú kemur inn á 'dilemmað' í málinu. Við getum hætt að "neyta" afþreytingarinnar með vörumerkinu Gillz - eða við getum haldi því áfram. Hvoru tveggja eru skilaboð - og ákveðin af afstaða.

Varðandi hina konuna, 20 ára gamla kærustu hins 31 árs Gillz, þá held ég bara að það sem hún sé sökuð um sé allt annað en það sem hann er sakaður um. Hún er heldur ekki fjölmiðlastjarna og hundruða milljóna "vörumerki", svo við þurfum ekki að velja hvort við "neytum" hennar sem afþreyingarvöru eða ekki, eins og í tilfelli Gillz.

Einar Karl, 4.12.2011 kl. 23:57

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það hefur ekkert gerst, er það? Er í lagi að frysta miljóna fyrirtæki með því að kalla "nauðgun"! 

-

Þau eru bæði sökuð um nauðgun. Er skilyrði að hafa typpi til að geta nauðgað?

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2011 kl. 00:19

6 Smámynd: Einar Karl

Svar við seinni spurningunni, Nei, konur geta líka framið ofbeldi, Gunnar.

Ég myndi held ég líka sleppa því að horfa á sjónvarpsþætti með konunni sem kærð er, ef hún væri líka fræg sjónvarpsstjarna.

Það hefur ekkert gerst, er það?

Tja, ef þú gefur þér að stúlkan sem kærir sé að ljúga.

Einar Karl, 5.12.2011 kl. 09:29

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nei, málið er að ég gef mér ekkert.

En er þá ekki líka hægt að segja að ef einhver hættir að horfa á þætti með Gillz, þá sé hann að gefa sér að hann sé að ljúga?

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2011 kl. 11:10

8 Smámynd: Einar Karl

Já Gunnar, ég var að reyna að útskýra þetta. Það er enginn auðveldur valkostur. Mér finnst valkosturinn að segja bara "Það hefur ekkert gerst" ekki boðlegur.

Gúgglaðu orðið 'dilemma'.

Einar Karl, 5.12.2011 kl. 20:27

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég þarf ekki að gúggla það, Einar. Held samt að það sé ekkert gott orð til yfir þetta á íslensku Dilemma-klemma, það rímar  en er ekki nógu gott.

-

Ensk-íslenska orðabók Arnars og Örlygs þýðir þetta "ógöngurökfærsla"

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2011 kl. 20:41

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það sem ég á við með "Það hefur ekkert gerst" er að við getumí raun ekki tekið neina afstöðu í málinu... að svo stöddu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2011 kl. 20:42

11 Smámynd: Einar Karl

Ég skil þig Gunnar, en er ekki sammála.

Hvað ef landsliðsmarkvörður í handbolta væri sakaður um alvarlega líkamsárás? Eða fjármálaráðherra um stórfelldan þjófnað? Eða umsjónarmaður Stundarinnar okkar væri sakaður um svipað kynferðisbrot og EE? Eða leikskólakennari barna þinna um barnaníð?

Ætlarðu bara að segja, "við getum í raun ekki tekið neina afstöðu" og bíða eftir dómstólum?

Þú þarft ekki að svara. En ég bið að hugsa.

Einar Karl, 5.12.2011 kl. 20:52

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég skil þig líka, Einar

Mér finnst þau ekki alveg sambærileg dæmin sem þú nefnir, eins og leikskólakennari sem sakaður er um barnaníð.

Hins vegar hefur 365 miðlar sett allt efni með Agli á bið og hann verður ekki í útsendingum, hvorki útvarpi né sjónvarpi, þar til niðurstaða fæst í málið. Ég skil vel þá afstöðu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2011 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband