Vísindaleg löghyggja

Náttúran og lögmál hennar huldi myrkriđ svart.

Drottinn sagđi: “Verđi Newton”,  og allt varđ síđan bjart.

(Ţorsteinn Vilhjálmsson, Heimsmynd á hverfandi hveli, 1987)

Ég er ađ lesa Skipulag alheimsins en hún skiptist í eftirfarandi kafla:

  • Formáli ţýđenda
  • Leyndardómar tilverunnar
  • Lögmálin ráđa
  • Hvađ er raunveruleiki?
  • Mismunandi sögur
  • Kenningin um allt
  • Ađ velja alheim
  • Kraftaverk?
  • Skipulag alheimsins
  • Orđskýringar

Bókin er 190 blađsíđur, skrifuđ á alţýđlegu máli höfundarins Stephen Hawking sem íslenskum ţýđendum verksins hefur tekist ađ koma afar vel til skila. Um vísndalega löghyggju er fjallađ í 3. kafla bókarinnar, "Lögmálin ráđa" og er ţar vitnađ í marga forna vísindamenn og heimspekinga frá árdögum mannsins í slíku sýsli og fram á okkar dag. Í ţessum kafla og raunar í bókinni allri, eru fćrđ góđ rök fyrir ţví ađ kraftaverk af Guđlegum toga séu einfaldlega ekki til. Ég ćtla ţó ađ leyfa mér ađ halda áfram í ţá von ađ ţar skjátlist vísindamönnunum hrapalega,  međ hinum "ţćgilegu rökum", ađ vegir Guđs séu órannsakanlegir. Joyful

Međ vísindalegri löghyggju eru einnig fćrđ fram athyglisverđ rök fyrir ţví ađ "frjáls vilji"sé í raun ekki til, ţví allt sem gerist er bundiđ lögmálum. Mannshugurinn, ţ.e. heilinn, er bundinn sömu lögmálum og efnisheimurinn, ţví hann er jú ekkert annađ en efni. Í kaflananum segir m.a. eftirfarandi:

"Hefur fólk frjálsan vilja? Ef svo er, hvar skyldi hann ţá hafa komiđ fram í ţróun lífsins? Hafa blágrćnir ţörungar eđa bakteríur frjálsan vilja eđa er hegđun ţeirra sjálfvirk og undir stjórn vísindalegra lögmála? Hafa eingöngu fjölfrumungar frjálsan vilja eđa eingöngu spendýr? Viđ höldum kannski ađ simpansar fari ađ frjálsum vilja sínum ţegar ţeir japla á banönum, eđa kötturinn ţegar hann rífur gat á sófann ţinn. En hvađ um hringorm ađ nafni Caenorhabditis elegans - einfalda lífveru sem er ađeins gerđ úr 959 frumum? Hann hugsar líklega aldrei međ sér,

 "hún er býsna bragđgóđ bakterían, sem ég borđađi áđan"

Ţrátt fyrir ţađ hefur hann ákveđinn smekk fyrir mat og sćttir sig annađ hvort viđ lítt freistandi málsverđ eđa leitar sér ađ einhverju betra, allt eftir ţví hvađ nýleg reynsla býđur honum. Er hann međ ţví ađ beita frjálsum vilja?"

Pćliđ í ţví Cool


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband