Náttúran og lögmál hennar huldi myrkrið svart.
Drottinn sagði: Verði Newton, og allt varð síðan bjart.
(Þorsteinn Vilhjálmsson, Heimsmynd á hverfandi hveli, 1987)
Ég er að lesa Skipulag alheimsins en hún skiptist í eftirfarandi kafla:
- Formáli þýðenda
- Leyndardómar tilverunnar
- Lögmálin ráða
- Hvað er raunveruleiki?
- Mismunandi sögur
- Kenningin um allt
- Að velja alheim
- Kraftaverk?
- Skipulag alheimsins
- Orðskýringar
Bókin er 190 blaðsíður, skrifuð á alþýðlegu máli höfundarins Stephen Hawking sem íslenskum þýðendum verksins hefur tekist að koma afar vel til skila. Um vísndalega löghyggju er fjallað í 3. kafla bókarinnar, "Lögmálin ráða" og er þar vitnað í marga forna vísindamenn og heimspekinga frá árdögum mannsins í slíku sýsli og fram á okkar dag. Í þessum kafla og raunar í bókinni allri, eru færð góð rök fyrir því að kraftaverk af Guðlegum toga séu einfaldlega ekki til. Ég ætla þó að leyfa mér að halda áfram í þá von að þar skjátlist vísindamönnunum hrapalega, með hinum "þægilegu rökum", að vegir Guðs séu órannsakanlegir.
Með vísindalegri löghyggju eru einnig færð fram athyglisverð rök fyrir því að "frjáls vilji"sé í raun ekki til, því allt sem gerist er bundið lögmálum. Mannshugurinn, þ.e. heilinn, er bundinn sömu lögmálum og efnisheimurinn, því hann er jú ekkert annað en efni. Í kaflananum segir m.a. eftirfarandi:
"Hefur fólk frjálsan vilja? Ef svo er, hvar skyldi hann þá hafa komið fram í þróun lífsins? Hafa blágrænir þörungar eða bakteríur frjálsan vilja eða er hegðun þeirra sjálfvirk og undir stjórn vísindalegra lögmála? Hafa eingöngu fjölfrumungar frjálsan vilja eða eingöngu spendýr? Við höldum kannski að simpansar fari að frjálsum vilja sínum þegar þeir japla á banönum, eða kötturinn þegar hann rífur gat á sófann þinn. En hvað um hringorm að nafni Caenorhabditis elegans - einfalda lífveru sem er aðeins gerð úr 959 frumum? Hann hugsar líklega aldrei með sér,
"hún er býsna bragðgóð bakterían, sem ég borðaði áðan"
Þrátt fyrir það hefur hann ákveðinn smekk fyrir mat og sættir sig annað hvort við lítt freistandi málsverð eða leitar sér að einhverju betra, allt eftir því hvað nýleg reynsla býður honum. Er hann með því að beita frjálsum vilja?"
Pælið í því
Flokkur: Vísindi og fræði | 3.12.2011 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 946218
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 75
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
- Þeir eru víða, nasistarnir
- "Hvað kallast það?"
- -lagaumfang-
- Vill endurskoða EES
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.