"Reiðhjólarein" þarf að vera í lögum og/eða reglugerð

merking

Fyrir hvern er þetta undirmerki villandi? Lögregluna?

Hugtakið "reiðhjólarein" er ekki til í íslenskum lögum eða reglugerðum og þ.a.l. getur það skapað óvissu. Þessu þarf að breyta.

019

Þessi mynd er frá Groningen í Hollandi, mestu hjólreiðaborg Evrópu. Þarna er undirmerki undir einstefnuakstursmerki; "nema reiðhjól og skellinöðrur". Þarna þarf ekki sérmerkta hjólarein, því hámarkshraði í götunni er 30 km.

Þar sem hámarkshraði er meiri, er ýmist látið nægja vegmerkingar fyrir reiðhjólarein og undirmerki undir "Innakstur bannaður" merkinu, líkt og á myndinni hér að ofan , eða sér og aðskilin akrein er fyrir reiðhjólin.

suðurg.

Mér finnst þessi merking ekki óskýr en það finnst lögreglunni. Merkið og undirmerkið segir allt sem segja þarf; "innakstur bannaður, nema reiðhjól".  Hins vegar eru vegmerkingar ósýnilegar í snjóum og við þurfum að búa við það.


mbl.is Borgin breytir loks merkingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband