Skrúðurinn er skart í vetrarbirtunni

Ég átti leið til Norðfjarðar í gær og hafði myndavélina meðferðis. Stækka má myndirnar ef smellt er þrisvar á þær.

059

Myndirnar eru allar teknar um kl. 14. Vattarnesið er fyrir framan Skrúðinn. Fjallið upp af Vattarnesi heitir Reyðarfjall , en fjörðurinn dregur nafn sitt af því. Ég held að ég fari rétt með að Reyðarfjall sé elsta örnefni á Íslandi. Af hafi úr Suð-austri líkist fjallið hval (reyður)

Það er athyglisvert að þegar maður gúgglar "Reyðarfjall", koma eingöngu síður á ensku og þýsku, a.m.k. fyrsta kastið. Eflaust er þarna eitthvað á íslensku, en hr. Google flíkar því ekki mikið.

058

Þessi mynd er tekin af sama stað og hin fyrri (frá Oddsskarði). Séð inn Reyðarfjörð, Eskifjörður í forgrunni. Reyðarfjörður (þorpið) nýtur ekki sólar frá 11. nóvember til 7. febrúar. Það er þó eilítið mismunandi eftir hvar í þorpinu er og getur þar munað 2-3 dögum.

Álverið er þarna fyrir miðri mynd en staðsetning þess er afar góð, 5 km. frá Reyðarfirði og 10 km. frá Eskifirði.

060

Ég tók þessa mynd "blindandi" á ferð út um hliðarrúðuna á 80 km. hraða. Ágætlega heppnuð mynd af vetrarbirtunni.


mbl.is Frost og hálka víðast á landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband