Ég átti leið til Norðfjarðar í gær og hafði myndavélina meðferðis. Stækka má myndirnar ef smellt er þrisvar á þær.
Myndirnar eru allar teknar um kl. 14. Vattarnesið er fyrir framan Skrúðinn. Fjallið upp af Vattarnesi heitir Reyðarfjall , en fjörðurinn dregur nafn sitt af því. Ég held að ég fari rétt með að Reyðarfjall sé elsta örnefni á Íslandi. Af hafi úr Suð-austri líkist fjallið hval (reyður)
Það er athyglisvert að þegar maður gúgglar "Reyðarfjall", koma eingöngu síður á ensku og þýsku, a.m.k. fyrsta kastið. Eflaust er þarna eitthvað á íslensku, en hr. Google flíkar því ekki mikið.
Þessi mynd er tekin af sama stað og hin fyrri (frá Oddsskarði). Séð inn Reyðarfjörð, Eskifjörður í forgrunni. Reyðarfjörður (þorpið) nýtur ekki sólar frá 11. nóvember til 7. febrúar. Það er þó eilítið mismunandi eftir hvar í þorpinu er og getur þar munað 2-3 dögum.
Álverið er þarna fyrir miðri mynd en staðsetning þess er afar góð, 5 km. frá Reyðarfirði og 10 km. frá Eskifirði.
Ég tók þessa mynd "blindandi" á ferð út um hliðarrúðuna á 80 km. hraða. Ágætlega heppnuð mynd af vetrarbirtunni.
![]() |
Frost og hálka víðast á landinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.8.): 9
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 947293
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- FÖSTUDAGSGRÍN ........
- Gamla fólki reysir upp baráttu við óleyfisframkvæmdum og átroðningi
- Ljóðrænn texti um ekki svo ljóðrænt viðtal.
- Um afvegaleiddar þjóðir !
- Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín!
- AUÐVITAÐ HEFÐI HÚN ÁTT AÐ FUNDA MEÐ TRUMP FYRIR LÖNGU SÍÐAN...
- Segir mesti lögbrjótur alþingis.
- Tíska : Nýr herrailmur frá PRADA
- Ævintýri í Núpsstaðaskógi
- Menntun eða mótun?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.