Steingrímur J. Sigfússon sagði í sjónvarpsviðtali, þreytulegur og útttaugaður að sjá, að þessi skattur yrði lagður á, því ekki væri ástæða til að gera Ísland að skattaparadís fyrir mengandi stórfyrirtæki.
Hvort meira er að marka Samfylkinguna eða VG verður að koma í ljós. Á meðan hljóta erlendir fjárfestar að vera tvístígandi, ef þeir hafa áform um að fjárfesta á Íslandi.
Gjaldið fallið um sjálft sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 25.11.2011 (breytt kl. 12:59) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna eru gamlar TÆKNITEIKNINGNAR af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024 en beðið er eftir NÝJUSTU TÆKNITEIKNINGUNUM:
- Úr munni hestsins
- Erfiðið út í buskann
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- Það gýs á tveimur stöðum af ólíkum ástæðum
Athugasemdir
Ríkisstjórn Íslands og Alþingi komast ekki upp með að innheimta ekki skattinn því alþjóðlegir samningar gera kröfu um það. Ef engin skattur yrði innheimtur ( má líka sleppa honum ef stóriðja yrði unnin með vindmyllum ( ekki hægt ))og við myndum ekkert gera til að stemma stigur við mengun þá getur verksmiðjan í þínum firði ekkert selt úr landi nema til annarra sjóræningjaríkja ( Nígería ? ). Skatturinn er talin vera vegna kostnaðar við að minnka mengun. Þessir skattar eru miklu hærri en hér bæði í Noregi og Ameríku og hafa verið lengi við lýði þar.M.a. þess vegna hafa stórfyrirtækin komið sér fyrir með nýjar verksmiðjur í metnaðarlausum sjóræningjaríkjum þar sem ráðamenn og borgarar eru tilbúnir til að svindla á mengunarsamningum ( Reyðarfjörður ) og eða mannréttindum ( Suður-Ameríka ). AGS hefur gert kröfu um að þessi skattur yrði tekin upp hér enda í samræmi við alþjóðasamninga en undirmálsfólk eins og Jóhanna eða Steingrímur hafa örugglega ekki viljað taka hann upp.
Einar Guðjónsson, 25.11.2011 kl. 13:22
Einar, þú ert veruleikafirrtur og uppfullur af ranghugmyndum.
-
Hvernig minnkar SKATTUR mengun? Ætlar Steingrímur að nota þetta skattfé til að minnka mengun? Nei, skatturinn er hugsaður af VG og Árna Finnssyni form, NÍ, til að flæma rekstur af þessu tagi eitthvert annað. Það mun ekki minnka mengun á hnattræna vísu.
-
Stóriðjufyrirtæki sem menga hafa þurft að leggja í mikinn kostnað vegna mengunarvarnarbúnaðar. Það gera þau vegna þrýstings frá almenningi og alþjóðasamfélaginu, sem gerir kröfur um mengunarlítið umhverfi.
-
Þegar liggur fyrir að ETS, sam- evrópskar reglur taki gildi hér árið 2013. Þessar reglur kveða á um að greitt sé fyrir að losa gróðurhúslofttegundir. Kolefnisgjaldið er viðbót við það og því yrði um tvísköttun að ræða.
-
Þú segir "...borgarar eru tilbúnir til að svindla á mengunarsamningum ( Reyðarfjörður )"
Þetta er svo heimskt hjá þér að það er í raun ekki svara vert. Mengunarbúnaður álversins í Reyðarfirði er sá fullkomnasti og nýjasti sem til er í veröldinni. Fjörðurinn hefur verið umhverfisvaktaður frá því verksmiðjan tók til starfa og niðurstöður hennar sýna að mengun er langt undir öllum alþjóðlegum viðmiðum og reglum.
-
Hættu nú að láta umhverfissamtök ljúga þig svona fullan. Að ganga um með þessar ranghugmyndir í kollinum, gerir ekkert annað en að skaða þig.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.11.2011 kl. 15:41
Skattar minnka ekki mengun. Það er furðuleg pólitík að segja í raun "þið megið menga eins mikið og þið viljið bara ef þið greiðið skatta"
Skattar geta hins vegar hæglega breytt öllum forsendum fyrir því hvort fyrirtæki séu rekstrarhæf og ekki síður því hvort Ísland sé samkeppnisfært af þeim sökum. Hér er ekki nóg með að verið sé að bæta á atvinnulífið öllum þeim sköttum sem menn hafa hugmyndaflug í heldur er lögum um allar tegundir skatta breytt ár frá ári og fjárhæðir og skattprósentur hækkaðar skv. geðþóttaákvörðunum fjármálaráðherra.
Jón Óskarsson, 26.11.2011 kl. 10:14
Sammála, Jón. Merkilegt ef vinstrimenn halda að það fréttist ekki út fyrir landsteinana að stjórnvöld breyti leikreglum eftir á.
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.11.2011 kl. 13:47
@Gunnar. Það er einmitt það sem fælir frá erlenda fjárfesta, sem og veldur því að þegar erlendir fjárfestar koma inn í fyrirtæki hér að menn nota fyrsta mögulega tækifæri til að flytja höfuðstöðvar úr landi, er að stjórnvöld hér hika ekki við að breyta leikreglunum eftir á.
Við höfum séð Actavís fara, CCP og Össur eru fyrirtæki sem oft hafa bent á að hagstæðara væri fyrir þau að reka sín fyrirtæki annarsstaðar frá. Hversu lengi er hægt að treysta á þjóðhollustu forsvarsmanna fyrirtækja þegar skattaumhverfinu eru umturnað hvað eftir annað og það að hagnast af rekstri er litið hornauga.
Jón Óskarsson, 28.11.2011 kl. 11:15
100% sammála, Jón
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.11.2011 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.