Það er aðeins ein spurning sem landsfundarfulltrúar þurfa að spyrja sig fyrir komandi formannskosningu, en hún er:
Hvað er best fyrir flokkinn og þjóðina?
Formaður hvers stjórnmálaflokks dregur hinn pólitíska vagn. Formaðurinn mótar ekki stefnuna, eins og sumir virðast halda. Það gera landsfundarfulltrúar, en formaðurinn hefur að sjálfsögðu áhrif á gang mála. Hann er eðli málsins samkvæmt í lykilstöðu til að vekja athygli á tilteknum leiðum í pólitík og ef formaðurinn er sterkur persónuleiki með skýra sýn á málefnin, þá nýtur stefna hans fylgis meðal flokksmanna.
Það er mikilvægt að stefna Sjálfstæðisflokksins sé einföld og skýr, rétt eins og grunngildi hægristefnunnar. Flókin eða óskýr stefnuyfirlýsing skilar engum árangri. Höfum þetta einfalt, kjósum skýran og skilmerkilegan formann.
Hann Birna virðist töluvert vinsælli kandidat í formannsstólinn meðal kjósenda annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins og sennilega munu vinsældir flokksins aukast í skoðanakönnunum til að byrja með, ef Hanna Birna verður kosin. Það skiptir okkur Sjálfstæðismenn hins vegar engu máli. Vinsældakannanir á milli kosninga eru einskis virði. Næstu vikur skipta heldur ekki máli. Það er framtíðin, sem skiptir máli.
Af tveimur góðum og öflugum forystumönnum Sjálfstæðisflokksins sem nú bjóða sig fram, er Bjarni Benediktsson betri kostur til framtíðar, að mínu mati.
Verðum að skapa ný verðmæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 18.11.2011 (breytt kl. 00:39) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
Athugasemdir
Þó að ég hefði vel geta sætt mig við B.B. þá sýnist mér betri kostur í boði. Bjarni er hægfara og skoðar hlutinna fram yfir helgi með Jóhönnu.
En stelpan segir strags og gerir. Hún er bara klárari til átaka og að smíða sættir. Hugsum vandlega til árangur.
Hrólfur Þ Hraundal, 18.11.2011 kl. 03:41
Ég er alls ekki sérstakur aðdáandi Bjarna eða andstæðingur Hönnu Birnu. Mér finnst þau bæði mjög góð og í raun er valið erfitt fyrir mig.
Kostir beggja frambjóðenda eru e.t.v. ólíkir. Ég veit ekki almennilega hvernig best er að lýsa þeim. Sumir segja að Bjarni sé varfærin og íhaldssamur en Hanna Birna hvatvís og ákveðin. Hönnu Birnu hefur verið lýst þannig að hún eigi auðvelt með að vinna með fólki með ólíkar skoðanir. Ég tel að Bjarni sé ekki síður þeim kostum búin.
-
Þessa hluti verða landsfundarfulltrúar að meta hver fyrir sig.
"May the best man win"
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.11.2011 kl. 07:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.