Kapitalisminn hefur ekki andlit

Hvaða máli skiptir það hvort kaupandi Grímsstaða sé kínverskur? Ef kaupandinn er þýskur, franskur eða ítalskur, þá þyrfti hann engin sérstök leyfi frá Ögmundi.

Ögmundur er hræddur um að kínverjinn byggi loftkastala. Ef kapitalisti telur sig geta grætt á því að byggja loftkastala, þá gerir hann það. Þeir sem eiga ekki þá peninga sem fara í þann byggingakostnað, þurfa varla að hafa áhyggjur af því.

Stundum er sagt að það sé sama hvaðan gott komi en sumir virðast logandi hræddir ef það kemur frá Kína. Ég fæ ómögulega skilið hvers vegna. En ef þetta góða kemur frá einhverju Evrópusambandslandi, þá er allt í gúddí.

Ég botna ekkert í þessu.

Kapitalismi


mbl.is Hættulegt að lokast frá umheiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kallpungur

Ögmundur Jónason ætti nú að fara varlega í því að tala um loftkastala. Mitt mat er það að hann og skoðanbræður hans séu nú handhafar sveinsbréfs í loftkastalasmíði. Hinsvegar eru Sósíaldemokrata byggingameistarar og arkítektar eins hrikalegasta loftkastala nútímans, Evrópusambandsins.

kallpungur, 9.11.2011 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband