Hanna Birna Kristjánsdóttir er á yfirreið um landið að kynna sig fyrir Sjálfstæðismönnum fyrir komandi landsfund. Hún hélt fund í Safnaðarheimili Reyðarfjarðarkirkju í gærkvöldi. Sjálfur verð ég ekki á landsfundi og hef því ekki kosningarétt, en ég mætti á þennan kynningarfund Hönnu Birnu.
Hanna Birna, ásamt Jens Garðari Helgasyni bæjarfulltrúa í Fjarðabyggð.
Hanna Birna er skelleggur stjórnmálamaður en ég hef efasemdir um að það hafi verið rétt tímasetning hjá henni að fara í formannsslag á þessum tímapunkti. Hún segist vera að svara kalli fjölda fólks um allt land og hún sé að hlýða því.
Bílstjórinn í sjálfstæðisvagninum virðist mér ekki gera nein mistök, en Hanna Birna vill stökkva í bílstjórasætið á meðan vagninn er á fleygi ferð og ýta Bjarna úr ökumannssætinu. Er ekki eðlilegra að Hanna Birna bíði eftir vagninum á næstu stoppistöð?
Hanna Birna viðurkenndi það fúslega á fundinum að hún væri ekki vel inni í samgöngumálum landsbyggðarinnar og vildi í engu svara um afstöðu sína til framkvæmda við Norðfjarðargöng. Þetta sýnir ákveðið dómgreindarleysi hjá Hönnu Birnu, að ætla sér að verða formaður í stærsta stjórnmálaflokki landsins og leggja upp í kynningarherferð á sjálfri sér um landið, án þess að vinna heimavinnu sína áður.
Samgöngumál eru eitt mikilvægasta málið sem snýr að landsbyggðarfólki. Þegar forystumenn að sunnan koma í vísiteringu, þá vill sveitavargurinn gjarnan vita hvaða afstöðu viðkomandi hefur til þeirra málaflokka sem snertir hann mest. Hanna Birna var "blanko" þar. Hins vegar vill hún ekki flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni, ef ekki finnst annar betri eða jafn góður staður innan borgarlandsins fyrir innanlandsflugið. Það er gott að vita það.
Hluti fundargesta í safnaðarheimilinu.
Ath. Ný skoðanakönnun hér til hægri, endilega takið þátt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 9.11.2011 (breytt kl. 16:50) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 945808
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Erlent
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
Athugasemdir
Ágætt að vita þetta um flugvöllinn
Einar Bragi Bragason., 9.11.2011 kl. 17:45
Hún virðist lítið spá í málefni landsbyggðarinnar, því miður.
Sveinn R. Pálsson, 9.11.2011 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.