Lilja Mósesdóttir þorði að tala gegn flokkseigendafélagi Steingríms Joð og það má hrósa henni fyrir það. "Vil endurvekja grunngildi" er hins vegar frasi og ekkert annað. Allir flokkar hafa þetta hugtak í einhverju formi í stefnuskrám sínum.
Hún vill hvorki skilgreina sig til hægri eða vinstri, hún segir þessi hugtök úrelt og fyrirhugaður flokkur hennar eigi erindi til fólks úr öllum flokkum.
Sá sem lætur blekkjast af þessu hjá henni, veit ekkert um pólitíska hugmyndafræði. "Hægri/vinstri" hugtökin eru ekki tæmandi hugtök eða kvitt og klár eins og "svart/hvítt" en grundavallarmerking þeirra hefur ekkert breyst. Sennilega eru það helst vinstrimenn sem vilja finna nýtt hugtak yfir hugmyndafræði sína. Það er eðlilegt því þeim hefur hvarvetna tekist að koma óorði vinstra hugtakið.
Stjórnmálin breytast og þróast í tímanns rás. Sömuleiðis getur verið stigsmunur á milli, t.d. hægri flokks á Íslandi og hægri flokks í öðru landi. Sjálfstæðisflokkurinn væri sennilega skilgreindur sem miðjuflokkur í mörgum öðrum löndum. Þetta á að sjálfsögðu við um VG og Samfylkinguna líka. VG er auðvitað "græningjaflokkur", en þeir hafa flestir tileinkað sér hugmyndafræði vinstrimanna í efnahags og skattamálum.
Það er sennilega erfiðast að skilgreina hugmyndafræðilega staðsetningu Samfylkingarinnar af öllum flokkum á Íslandi. Sjálfir skilgreina þeir sig sem jafnaðarmannaflokk, sem er annað orð yfir vinstra hugtakið.
Hins vegar verða margir kjósendur þessara vinstriflokka, sem og aðrir, dálítið ráðvilltir þegar kjörnir fulltrúar flokkanna tjá sig um stefnuna. Þá er hentistefnan allsráðandi og einn segir þetta og annar hitt. Hentistefnan skýrist af tilvistarkreppu hugmyndafræði vinstrimanna, en hugmyndafræðin á sér rætur, eins og flestir vita, úr gömlum kommúnistaflokkum frá fyrrihluta 20. aldar.
Ps. Ég var að sjá nýjan pistil hjá Hannesi Hómsteini um þessar bollaleggingar: Hægri og vinstri . Þar segir m.a.:
"Hvar skilur á milli hægri og vinstri? Hægri menn vilja traustar varnir og lága skatta. Vinstri menn vilja veikar varnir og háa skatta".
Vil endurvekja grunngildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 6.11.2011 (breytt kl. 15:08) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Passar hún?
- Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk
- Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennaraâ⬦eða!
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
Athugasemdir
Græða á daginn og grilla á kvöldin, var það ekki mottó hægri manna?
Víðir Benediktsson, 6.11.2011 kl. 15:13
Hannes nefndi þetta einhvern tíma.
Það sem hann átti við að mínum dómi, var að hægrimenn einbeita sér að því að skapa grundvöllinn að þægilegu lífi með dugnaði og eljusemi á daginn. Með því geta þeir áhyggjulaust grillað á kvöldin.
-
Vinstrimenn röfla á daginn og geta ekki annað en haldið því áfram á kvöldin.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.11.2011 kl. 15:33
Þykist kannast við nöldrara af báðum kynjum.
Víðir Benediktsson, 6.11.2011 kl. 16:43
Allir flokkar hafa, hugtakið Grunngildi í stefnuskrá sinni, segir þú. En hversu margir fylgja því eftir??? Mér finnst nú of snemmt að dæma! Sjálfur hef ég nú þá trú að jöfnuður geti þrifist innan hvaða flokks sem er ef viljinn er fyrir hendi, en hann virðistt bara ekki vera það því miður.Samfylkingin finnst mér nú vera flokkur tækifærissinna, Alþíðuflokkurinn sálugi var talinn vera helsti jafnaðarmannaflokkurin, en nú vantar jafnaðarmannaflokk, og mér finnst að það eigi að stiðja við Lilju frekar en að traðka hana niður, en eins og hún sgði þá þarf þetta hvorki að vera vinstri né hægri flokkur!!
Eyjólfur G Svavarsson, 6.11.2011 kl. 16:55
Þeir segja að tvíkynhneigðir hafi helmingi meiri séns.
Er þetta ekki svipað?
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.11.2011 kl. 17:03
Það er seinheppni sem um munar að vitna í Hannes Hólmstein Gissurarson. Slíkt gera aðeins grunnhyggnir einfeldningar. Hahaahaha ...
Jóhannes Ragnarsson, 6.11.2011 kl. 18:26
Pistill Hannesar, sem ég reikna ekki með að þú hafir lesið, Jóhannes, (en gasprar samt) fjallar um fyrilestur sem hann sótti.
Dr. Ólafur Þ. Harðarson opnaði fræðimönnum gagnagrunn, sem hann hefur stofnað, um kosningar allt frá 1983. Dr. Hulda Þórisdóttir notaði gagnagrunninn til að setja Íslendinga á sinn stað á hægri-vinstri-kvarðanum.
Hannesi sýnist rannsókn Huldu staðfesta að hægri menn vilja traustar varnir og lága skatta. Vinstri menn vilja veikar varnir og háa skatta.
-
Þú gætir komið mörgum á óvart Jóhannes, ef þú gagnrýndir Hannes efnislega í stað þess að ráðast á mig.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.11.2011 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.