Óskar Pétursson og Kór Fjarðabyggðar - myndband

Hugarfóstur Ágústs Ármanns, sem féll frá nú í haust langt fyrir aldur fram, varð að veruleika í dag, í Kirkju og menningarmiðstöðinni á Eskifirði.

Ágúst fékk þá hugmynd á vormánuðum að gera gömlum íslenskum ættjarðarlögum hátt undir höfði og byrjaði að skipuleggja dagskrá með Óskari Péturssyni, tenór og Álftagerðisbróður og Kór Fjarðabyggðar. Æfingar voru hafnar í flestum kirkjukórum sveitarfélagsins þegar Ágúst varð bráðkvaddur.

Gillian Haworth, skólastjóri Tónlistarskóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar og kórstjóri Kirkjukórs Reyðarfjarðar,  tók við stjórn Fjarðabyggðarkórsins og afraksturinn voru hreint ágætir tónleikar við húsfylli í Kirkju og menningarmiðstöðinni.

018

Frá vinstri: Daníel Þorsteinsson píanóleikari, Óskar Pétursson og Gillian Haworth. 

Daníel er Norðfirðingur en búsettur á Akureyri. Hann fetaði sín fyrstu spor á tónlistarbrautinni undir handleiðslu Ágústs Ármanns Þorlákssonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband