"Frá kristnitöku hefur verið kirkjustaður á Hólmum við Reyðarfjörð, eða allt fram á byrjun síðustu aldar. Hólmar var mikil kostajörð. Gott jarðnæði, hlunnindi og lá vel við góðum fiskimiðum. Þótti hún á öldum áður vera á meðal fjögurra bestu brauða á landinu. Kirkjustaður var nokkurn veginn miðsvæðis miðað við samgöngur í þá daga, enda bæði um að ræða land og sjóleið eftir því sem best hentaði." (http://www.simnet.is/eskirkja/kirkjusaga.htm )
Síðustu ábúendur að Hólmum voru Jón Vigfússon, sem lést á þessu ári og kona hans Svanhildur Stefánsdóttir. Þau fluttu frá Hólmum inn á Reyðarfjörð, um það leyti sem bygging álversins hófst.
Nú stendur til að brenna íbúðar og útihúsin og birtist frétt þar að lútandi á vef Fjarðabyggðar.
Slökkviliðið mun nota brunann til æfinga en síðan verða húsin brennd niður að undanskilinni bílageymslu sem mun standa áfram.
Brunanum var frestað um viku vegna þess að slökkviliðið gleymdi að fjarlægja aspet sem í húsinu er. Þeir misstu af frábærum veðurdegi í dag til æfingarinnar.
Smellið á myndirnar tvisvar til að fá þær stærri og skýrari.
Gamli kirkjugarðurinn er neðan við bæinn. Ryðið herjar á málminn og skófir, mosi og fléttur á steininn. Sum leiðin sem ég sá þarna eru yfir 150 ára gömul. Sjálfsagt er einhver eldri, en erfitt er að lesa á suma legsteinana.
Feiknarleg aurskriða féll ofan við bæinn á fyrri hluta 20. aldar og eyðilagði ágæt tún.
Álverið er skammt frá hinni fornu kirkjujörð að Hólmum.
Þessa tók ég innan úr gamla íbúðarhúsinu. Ég er að hugsa um að prenta hana út á striga og hengja hana upp til prýði á heimili mínu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
- Sósíalistaflokkur Íslands - tilraun númer tvö!
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna kemur NÝJASTA TÆKNITEIKNINGIN af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024:
- Úr munni hestsins
- Erfiðið út í buskann
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.