Steinar Ágústsson (Denni), hefur alið tvo yrðlinga í sumar á heimili sínu inn í miðju þorpinu á Reyðarfirði. Nábúar Denna í götunni eru með íslenskar landnámshænur og voru þeir um tíma uggandi um hænsnin en nábýlið hefur ekki orðið til neinna vandræða.
Yrðlingarnir eru systur úr sama goti, önnur brún en hin hvít. Nýlega þurfti Denni að lóga þeirri brúnu, því eftir að kunningi hans kom eitt sinn í heimsókn með labrador hund sinn, þá rauk hundurinn í einhverjum gassagangi í brúnku, án þess þó að ætla að meiða hana. Lágfóta hvekktist svo við uppákomuna að hún hvarf af heimilinu í tvo daga, en kom svo aftur með skottið á milli lappanna.
Nokkrum dögum síðar kom kunninginn aftur, og aftur gerðist það sama, en þá var brúnku nóg boðið og hreiðraði um sig í garði í hjá konu nokkurri í annarri götu. Þegar konan varð var við brúnku, hringdi hún í ofboði í meindýraeyði og sagði honum að koma strax því það væri minkur í garðinum hjá sér!
Denni frétti af þessu og fór og náði í brúnku en þá vildi hún helst ekki vera lengur heima, alveg búin á taugum greyið. Denna hafði alltaf fundist sú brúna vera hálfgert skoffín á ýmsa lund. Hún var dálítið vansköpuð á framfótunum og ólíklegt að hún gæti spjarað sig úti í náttúrunni á eigin vegum. Það var því ekki nema eitt í stöðunni og það var lóga henni.
Hvíta systir hennar, Mjallhvít, er hins vegar yndisleg í alla staði, svipfríð og blíðleg og með augu sem bræða hjörtu þeirra sem í þau líta.
Til er fólk sem vill útrýma þessu úr íslenskri náttúru ... og svo eru aðrir sem vilja alfriða rebba. Millivegurinn er bestur í þessu sem öðru.
Hundarnir hans Denna og Mjallhvít eru bestu vinir. Magnað að horfa á þau leika sér saman í garðinum. Neðra videóið er um tveimur vikum eldra og hvíti liturinn á Mjallhvíti kemur betur fram með lækkandi sól.
Flokkur: Dægurmál | 27.10.2011 (breytt 28.10.2011 kl. 00:01) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana:
Athugasemdir
Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 17:49
Draumalandið
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2011 kl. 18:06
Það má nú segja strákar mínir
Bergljót Gunnarsdóttir, 28.10.2011 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.