Algengur misskilningur um aspir

Alaskaaspir (populus tricocarpa) henta illa sem götutré, einfaldlega vegna þess að aðstæður bjóða yfirleitt ekki upp á það rými sem ræturnar þurfa. Ef grafin er nægjanlega djúp og víð hola fyrir öspina, þá hafa ræturnar enga ástæðu til að rjúka um víðan völl í leit að næringu. Þetta á við allstaðar, einnig í heimagörðum.

Ef alaskaösp er gróðursett í grunnan moldarjarðveg sem liggur á malarefni, er voðinn vís. Ef skólplagnir eru orðnar gamlar og úr sér gengnar, þá er líklegra en ekki að rætur asparinnar gangi endanlega frá þeim. Sömuleiðis ef húsgrunnar eru sprungnir þá geta rætur asparinnar leitað í sprungurnar og gert enn meiri skaða.

Fólk þarf hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því að asparrætur eyðileggi nýjar skólplagnir eða geri innrás í gallalausa húsveggi og grunna. Maður heyrir stundum hálfgerðar tröllasögur um skaðsemi af völdum aspa sem eiga ekki við rök að styðjast.

Ef jarðvegurinn er djúpur og frjór, þá þarf ekki að hafa áhyggjur af öspum.


mbl.is Aspirnar eyðilögðu ekki hitalagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband