Góð stjórn fyrir hrun

Áður en bankakreppan skall á heimsbyggðina, hafði hið meinta "bólugóðæri" eða "sýndargóðæri" ... eða hvað svo sem menn vilja kalla það, óneitanlega skilað okkur miklum ávinningi, bæði ríkissjóði og almenningi.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins hafði borgað niður skuldir ríkisins með fádæma hraða í "góðærinu". Sá árangur er vanmetinn.

Þorri almennings fór hins vegar illa út úr hruninu vegna þess að hann jók skuldir sínar. Það gerði hann í þeirri góðri trú að kaupmátturinn yrði ekki fyrir skakkaföllum og að gengið og verðbólgan héldist tiltölulega stöðug. Annað kom á daginn.

Þeir sem töpuðu á skuldabréfabraski, höfðu sumir hverjir grætt á tá og fingri í einhver misseri og ár, áður en allt hrundi. Segja svo með grátstafina í kverkunum að þeir hafi tapað öllum miljónunum sínum.... (sem þeir græddu í góðærinu). Í sumum tilfellum var "raunverulegt" tap hjá bröskurunum margfalt minna en þeir grétu yfir.

Margir settu ævisparnaðinn í lotteríið og néru saman höndum í barnslegum spenningi í von um ofsagróða.

Ég vorkenni mest þeim sem einfaldlega létu ljúga að sér að gengislánin væru snilldarbragð og sömuleiðis þeim sem tóku bara venjuleg verðtryggð lán til þess að stækka við sig húsnæði, en misstu svo vinnuna í hruninu um leið og lánin ruku upp úr öllu valdi.


mbl.is Ísland hefur ekki farið verst út úr kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þú gleymdir að setja gæsalappirnar á fyrirsögnina Gunnar.

Þórir Kjartansson, 22.10.2011 kl. 23:39

2 identicon

“Sjáið ekki veisluna strákar”, sagði fjármálaráðherra fyrir hrun. “Góð stjórn fyrir hrun”, segir Gunnari Th. eftir hrun. Að vísu var veislan fengin að láni, en hvað með það. Veislan var flott og hvað kostnaðinn varðar, það hlýtur að reddast. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 23:39

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er ekki að segja að ekki hafi verið gerð mistök, en það sem ég segi hins vegar hér er óhrekjanlegt.

Niðurgreiðsla erlendra lána ríkissjóðs var möguleg vegna mikilla veltuskatta, m.a. í bankakerfinu, í bygingariðnaði, virkjanaframkvæmdum  og einnig vegna neyslugræðgis almennings.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.10.2011 kl. 00:52

4 Smámynd: Sandy

Allt er best í hófi!!!

Sandy, 23.10.2011 kl. 06:41

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Dæmi voru um að veisluföng væru svo vel útilátin að tækifærisræðumenn gætu ekki klappað fyrir gestgjöfunum. Þá var bara gripið til þess ráðs að hrópa ferfalt : Húrra!

Vissulega voru greiddar niður erlendar skuldir en á móti kom að ákveðið var að ráðast í fjárfestingar sem ekki er séð hvernig muni reiða af.

Svo má deila um kostnað ríkisins við að bjarga innistæðum íslenskra auðkýfinga en selja bönkum veiðileyfi á skuldsettar fjölskyldur.

Og með sjálfdæmi um innheimtuhlutfall.

Árni Gunnarsson, 23.10.2011 kl. 14:26

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ertu þá að meina "Hörpu-fjárfestinguna"?

Varla geturðu verið að meina fjárfestingu Landsvirkjunar við Kárahnjúka, þú værir sam vís til þess þrátt fyrir hrópandi sannanir úr öllum áttum að sú fjárfesting mali gull í dag.

-

Það má að vísu gagnrýna tímasetninguna á framkvæmdinni því hún hófst á miklum þenslutíma en þess ber þó að geta að svo stór fjárfesting sem eitt stykki álver er, verður einnig tímasett á forsendum þeirra sem setja peninga í verkefnið.

-

Álverið við Keilisnes er gott dæmi um að tímasetningin hentaði ekki fjárfestum í það sinnið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.10.2011 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband