10% lækkun á mörkuðum skilar sér ekki hér

1-7492078-3565-t1-2459212-9926-tFyrir nokkrum dögum sá ég frétt á mbl.is að olíverð á heimsmarkaði hefði lækkað um 10%, bara í september. Samkvæmt því ætti verðlækkunin að vera u.þ.b. 23 krónur á lítra.

Ég hef ekki séð þá lækkun hér. Woundering


mbl.is Lækkar bensín um 3,40 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Þú veist það vel Gunnar að innkaupsverði er aðeins lítill hluti eldsneytisverðs hér. Stærsti parturinn er skattar og minnst af þeim % tengt heldur föst krónutala. Þess vegan hækkar benínið hér ekki um 10% þegar heimsmarkaðsveðið hækkar um 10%

Landfari, 4.10.2011 kl. 15:57

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, þetta er rétt hjá þér. Veistu hvað innkaupsverðið er hátt hlutfall af bensínverðinu?

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.10.2011 kl. 16:46

3 Smámynd: Landfari

Nei ég man það ekki . Samkvæmt þessu sem ég fann á netinu er að innan við helmingur, sem er nú reyndar meira en mig minnti.

Bensínverð: Samsetning

August 3, 2011 by Hjalmar Gislason

Uppfært 4. ágúst: Bætti við mynd af hlutfallslegri þróun.

Bensínverð var umræðuefni í vikulegu spjalli mínu í Morgunútvarpinu í morgun. Meðal þess sem var til umræðu var samsetning á verði á lítra af bensíni.

Myndin hér að neðan sýnir samsetningu á bensínverði og þróun hennar frá því í ágúst 2007 til ágúst 2011:

Í stuttu máli fær Ríkið í sinn hlut 115,48 kr af lítranum (virðisaukaskattur, almennt og sérstakt bensíngjald og kolefnisgjald). Þetta nemur u.þ.b. 47,5% af heildarverðinu. Líklegt innkaupaverð (reiknað útfrá heildsöluverði á blýlausu bensíni í Bandaríkjunum) er 92,45 kr eða u.þ.b. 38,1% og álagning olíufélagsins, flutningar o.fl. 34,57 kr eða um 14,2%.

Hlutfallslega skiptingu og þróun á henni má annars sjá á þessari mynd:

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kafa í útreikningana og leita í upprunalegar heimildir má nálgast gögnin á bakvið myndina í þessu Excel-skjali. Gagnrýni er velkomin!

Sjá einnig umræðu á Facebook-síðu DataMarket.

- – -

E.S. Í spjallinu í morgunútvarpinu fór ég því miður með lítillega rangar tölur sem gerðu það að verkum að hlutur ríkisins var sagður hærri en raunin er og hlutur olíufélaganna (flutningar, tryggingar, álagning) minni. Biðst velvirðingar á því. Kennir manni að liggja ekki yfir útreikningum langt fram á nótt! Annað sem sagt var stendur óhaggað.

Landfari, 4.10.2011 kl. 16:58

4 Smámynd: Landfari

Það er rétt að árétta að þessi grein er ekki eftir mig heldur Hjálmar Gíslason eins og kemur fram í upphafi greinarinnar

Landfari, 4.10.2011 kl. 17:14

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þetta

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.10.2011 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband