Ágúst Ármann, látinn

"Ágúst Ármann Þorláksson, tónlistarmaður og fyrrverandi skólastjóri Tónskóla Neskaupstaðar, varð bráðkvaddur að heimili sínu í Neskaupstað mánudaginn 19. september, 61 árs að aldri. Hann hefur í áratugi verið einn af lykilmönnunum í austfirsku tónlistarlífi í áratugi." ( Austurglugginn )

b_800_600_14277081_0_stories_news_folk_agust_armannÉg kynntist Ágústi Ármann í kórstarfi mínu hér í Fjarðabyggð. Öllum sem til hans þekktu var það mikið áfall að heyra af andláti hans.

Ágúst var hafsjór af fróðleik um ólíkustu hluti og sögumaður var hann góður og oft glumdu hlátrasköll við á æfingum. Hans verður sárt saknað úr tónlistarlífinu á Austurlandi.

Ég votta fjölskyldu Ágústs Ármanns mína innilegustu samúð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband