Falið atvinnuleysi

Hversu mörg störf hafa tapast síðan hrunið varð? Þau störf verða ekki mæld í atvinuleysi á Íslandi í dag því fólk hefur flúið umvörpum land.

Þegar vinstriflokkarnir iðuðu eins og ormar á öngli í, að því er virtist, eilífri stjórnarandstöðu, þá var allt notað til að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn. M.a. töluðu þeir um að hagvöxtur væri ofmetið fyrirbæri.

Hagvöxtur þetta og hagvöxtur hitt, grenjuðu þeir í kór og sögðu að í þessu endalausa hagvaxtartali hefði fólkið í landinu gleymst.

Eitt sinn var helsta baráttumál vinstrimanna að fólk hefði örugga atvinnu. Það er eitthvað allt annað uppi á teningunum í dag. Nú virðist aðal baráttumálið hjá þessu fólki að koma í veg fyrir hagvöxt og atvinnuuppbyggingu.


mbl.is Lítið tilefni til bjartsýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband