"Um smekk verður ekki deilt", segir einhversstaðar. Ég er sammála því.
Ef fólki finnst að ekki megi fórna fyrir nokkurn mun óhreyfðri ásjónu náttúrunnar fyrir efnisleg gæði, þá er það bara þannig. Fólki finnst þá það.
Það sem mér hefur gramist hins vegar, og gremst enn, eru þær aðferðir sem verndunarsinnar hafa beitt (og beita enn) til þess að koma "smekk" sínum á framfæri. Staðreyndir hafa ekki reynst þeim kærar heldur er ósönnuðum fullyrðingum slengt fram í fjölmiðla með reglu og kerfisbundnum hætti.
Svo fylgir undarlega oft skoðanakönnun á eftir þar sem aukinni andstöðu við tiltekna framkvæmd er hampað. Oft eru þetta hreinar ágiskanir eða óskhyggja um hversu fjárhagslega misheppnuð framkvæmdin er. Náttúruverndarsamtök leggja mikla vinnu og fjármuni í skýrslugerð og úttekt á verkefnum, með aðstoð "sérfræðinga". Niðurstaðan úr slíkri aðkeyptri sérfræðivinnu er í samræmi við óskir kaupandans.
Veruleikinn var svo langt í burtu um aldamótin, í upphafi framkvæmdanna við Káraknjúka, að mati sérfræðinganna sem voru á snærum Náttúruverndarsamtaka Íslands og því var óhætt að kríta liðugt. En nú er veruleikinn mættur.
Austfirðingar fóru ekki varhluta af afskiptum náttúruverndarsinna af málefnum fjórðungsins. Tímasetningarnar og innihaldið í "reyksprengjunum"sem andstæðingar framkvæmdanna á Austurlandi, með Náttúruverndarsamtök Íslands og Austurlands (NÍ og NAUST) í fararbroddi, hentu inn í þjóðfélagsumræðuna í upphafi framkvæmda og á meðan á þeim stóð , er efni í stúdíu sem vonandi verður einhvertíma gerð. Ég hef slatta af heimildum, ef einhver hefur áhuga.
Sömuleiðis gremst mér yfirlæti flestra þeirra sem tala opinberlega fyrir náttúruvernd. Þeir eru "náttúruverndarsinnar"...sem gerir þá okkur hin sem ekki erum sammála þeim í tilteknum málum, að..... hverju?
Stjórnmálamenn eru þó sýnu verstir. Þeir spila á stundarvinsældir hverju sinni og hvað hentar betur til að spila á tilfinningar fólks en heilög barátta fyrir saklausri, óspjallaðri náttúrunni sem ekki getur varið sig sjálf?
Afsakið meðan ég æli.
Ál flutt út fyrir 94 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 7.6.2011 (breytt kl. 15:07) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Vefmyndavélasjokk, ævintýradagur og ... pólitík
- Ranghugmynd dagsins - 20241115
- Kannanir sýna aftur og aftur ESB flokkana með um það bil 40% fylgi.
- Kristrún Flosadóttir virðist illa að sér í orkumálum
- Hundar valda veðri sem er kynþáttahatur... eða eitthvað
- Fyrrverandi dómari gengur erinda Evrópusambands
- Stefnuskrá Pírata er álíka mikils virði og menntaskólaritgerð
- "Spekingar spjalla: Pallborðsumræða Varðbergs um öryggis- og varnarmál Íslands
- Tortímandinn og starfsstjórnin
- Viðreisn gegn hvalveiðum
Athugasemdir
Umhverfissamtök eins og WWF meina að gefnum ákveðnum forsendum séu vatnsaflsvirkjanir af hinu góða, enda orkan umhverfisvæn og myndar ekki CO2.
http://wwf.panda.org/what_we_do/footprint/climate_carbon_energy/energy_solutions/renewable_energy/clean_energy_facts/hydro_energy_facts/
Þar segir m.a.
WWF estimates that it may be possible to develop 30% of the economically feasible small-scale hydropower capacity in most river basins or nations without unacceptable impacts.
Additionally, 250GW of large-scale and 20GW of medium-scale hydropower potential could be developed with acceptable impacts, particularly in the least developed parts of the world, such as in Africa.
When constructing new hydropower projects, WWF advocates social and environmental safeguards, which are based on the guidelines of the World Commission on Dams. This includes comprehensive planning to determine energy needs and a thorough options assessment, which evaluates all alternatives.
Gísli Gíslason, 7.6.2011 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.