Þessa auglýsingu sá ég á einhverjum vefmiðlinum.
Þegar ég sá þessa mynd þá datt mér í hug saga sem ég las eða heyrði fyrir langa löngu síðan, af mönnum á ferðalagi í Afríku.
Þeir komu í leir og stráhúsaþorp þar sem íbúarnir voru um 100 talsins. Höfðingi þorpsins tók á móti ferðalöngunum og gat talað við þá á frumstæðri og bjagaðri ensku. Hann sagði þeim að fólkið í þorpinu ætti í illdeilum við fólk úr öðrum ættbálki, en það bjó í áþekku þorpi í nokkurra kílómetra fjarlægð.
Í miðju þorpsins var nokkurs konar torg og á því var stór og stæðilegur jarðfastur staur. Þegar ferðamennina bar að garði var ungur karlmaður bundinn kyrfilega við staurinn. Ferðamennirnir staðnæmdust fyrir framan manninn sem var augljóslega viti sínu fjær af hræðslu. Hann var í lítilli lendaskýlu einni fata og á líkama hans hafði verið krotað með svörtum kolalitum, bútar hér og þar, líkt og útlínur rassvasans á myndinni hér að ofan. Þarna voru einnig karl og kona, hjón að því er virtist, sem skeggræddu ákaft með bendingum á ýmsa líkamsparta mannsins, bæði að aftan og framan. Þau virtust ekki vera sammála. Bæði höfðu þau kolakrít tilbúna í hægri hendi.
Ferðamennirnir spurðu höfðingjann hvað væri um að vera og svaraði hann því til að ungi maðurinn á staurnum væri úr óvinaættbálknum og þeir hefðu nýverið tekið hann til fanga. Það væri siður hjá báðum ættbálkunum að óvinurinn var étinn við hátíðlega athöfn ef hann náðist.
Það má því segja að fanginn hafi verið "kjötborðið" í þorpinu þennan daginn en augljóst var að bestu bitarnir höfðu þegar verið fráteknir, því hjónakornin gátu engan veginn komið sér saman um hvað ætti að velja.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 947736
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Trump-friður í Gasa en fáir fagna
- Seðlabankinn skiptir um skoðun
- Umræða um atvinnulíf
- bæn dagsins...
- ESB vill spara 10% af vatni fyrir 2030 vatn á að verða alþjóðleg eign íslenska vatnið líka með bókun 35
- Ekki þarf að líta til útlanda til að finna eymdina
- Þrjár óbirtar kannanir
- Fangar í hlutverki heilbrigðisstarfsmanna
- Sé "Lýgveldið" ósjálfstætt og "óskráð" eign Alviðruklúbbsins
- Tvisvar á ævinni veður gamall skunkur ungur
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Dregur úr vindi og fer að rigna
- 408 börn á biðlista í borginni
- Andlát: Þórir Jensen
- Laxness hverfur úr skólum landsins
- Horfur í efnahagslífi versna enn
- Þetta hefðu getað orðið mín örlög
- Ráðherra ræðst gegn roki
- Hagræðing í sameiningu þeirra stóru
- Falskur sigur ef aukin áhætta er notuð gegn verðbólgu
- Öxnadalsheiði opnuð á ný
Erlent
- Þjóðarleiðtogar fagna friðarsamkomulagi
- Þetta snýst meira en bara um Gasa
- Gíslarnir frelsaðir á næstu sólarhringum
- Ísrael og Hamas ná saman um friðarsamkomulag
- Vopnahlé í nánd: Var rétt í þessu að fá skilaboð
- Tryggi öryggi Frelsisflotafólks
- Vænta undirritunar vegna Gasa að morgni
- Fimm handteknir í stórfelldu kókaínmáli
- Segja Íslending handtekinn í Taílandi
- Grunaður um að hafa kveikt eldana í Los Angeles
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.