Gullaldarlið okkar í handbolta undanfarinna ára með Ólaf Stefánsson sem kjölfestu, mun að öllum líkindum hverfa frá og með Ólympíuleikunum í London árið 2012.
Handbolti, líkt og aðrar boltaíþróttir, byggist á liðsanda en flest bestu boltaíþróttaliðin eru leidd áfram af leiðtoga. Oftast er það "besti" einstaklingurinn, þó ekki sé það algilt.
Í tilfelli Ólafs er hann leiðtogi ... og bestur.
Leiðtogahlutverk hans er óumdeilt þrátt fyrir að samherjar hans í landsliðinu séu flestir leiðtogar, hver í sínu liði. Slík virðing er borin fyrir "King Olaf"
Það er auðvitað augljóst að ferill Ólafs er kominn að fótum fram eftir ótrúlega langan og farsælan feril, en hann gæti átt eitt "gott mót" eftir með landsliðinu í viðbót. Þó Ólafur skori að jafnaði ekki eins mörg mörk og hann gerði áður, hvorki með landsliði né félagsliði, þá spilar hann magnað hlutverk í sóknarleik síns liðs, frá upphafi til enda. Uppbygging hraðaupphlaupa er orðin að listgrein hjá Guðmundi þjálfara og Ólafi.
Ef skoðaður er núverandi landsliðshópur Guðmundar, má flokka hann í þrjá flokka:
- Ungir:
Sveinbjörn Pétursson, Akureyri
Arnór Þór Gunnarsson, TV Bittenfeld
Aron Pálmarsson, Kiel
Oddur Gretarsson, Akureyri
Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK
Ólafur Guðmundsson, FH
Þetta eru samtals 6 leikmenn, eða 6/18 af landsliðshópi Guðmundar og það hlutfall held ég að sé bara nokkuð gott.
Það eru hinir tveir flokkarnir sem ég hef meiri áhyggjur af.
- Á góðum aldri:
Björgvin Páll Gústavsson, Kadetten
Hreiðar Leví Guðmundsson, Emsdetten
Arnór Atlason, AG Köbenhavn
Snorri Steinn Guðjónsson, AG Köbenhavn
- Gamlir:
Alexander Petersson, Fücshe Berlin
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannover-Burgdorf
Guðjón Valur Sigursson, Rhein-Neckar Löwen
Ingimundur Ingimundarson, AaB
Ólafur Stefánsson, Rhein-Neckar Löwen
Róbert Gunnarsson, Rhein-Neckar Löwen
Sverre Jakobsson, Groswallstadt
Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf
Þarna er hlutfallið 4/18 og 8/18. Jafnvel mætti setja Snorra Stein í gamlingjaflokkinn og þá er hlutfallið orðið 3/18 og 9/18. Og seinni hálfleikur er hafinn hjá Arnóri fyrir dálitlu síðan.
Þá erum við að tala um 1, segi og skrifa; "einn" útileikmann á "góðum" aldri, því hinir tveir eru markmenn. Við þurfum að vera snöggir að brúa þetta bil ef ekki á illa að fara. Innan skamms gæti talan verið "núll" í flokknum "Á góðum aldri" af útileikmönnunum þegar Arnór skríður á aldur.
Ég hef áhyggjur af þessu.... ég verð að segja það.
Ps. Að vísu má segja að Aron Pálmarsson geti fylgt hóp leikmanna af hvaða kaliberi sem er. Hann er þegar í alþjóðlegum klassa, en þarf eitthvert örlítið "push" til aðkomast á toppinn. Kannski það séu bara 1-2 ár, það eina sem hann þarf?
Arnór Þór og Ólafur Bjarki í landsliðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Íþróttir | 31.5.2011 (breytt 1.6.2011 kl. 18:42) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 6
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 945776
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Frjálslynd Viðreisn?
- Rannsóknarbl... nei niðurrifsblaðamaðurinn er þá svona innrættur !
- Vilhjálmur Birgisson hristir upp í liðinu.
- Hérna er okkur sögð ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ AF HVERJU MENNSKIR GESTIR Í ÖÐRUM STJÖRNUKERFUM ERU ALMENNT EKKI AÐ HEMSÆKJA jarðarbúana á sínum UFO-diskum:
- Spursmál og Kristrún...og meiri skattar!
- Nýtt landshitamet fyrir nóvember
- Kanntu annan Ruv
- Áður en haninn galar tvisvar.....
- Endurskoða hugmyndir um bílastæðahús- fjölnotahús, skoða þarf þessa hugmynd nánar
- Hversvegna yfirburðasigur Donald Trump og Repúblíkanaflokksins ?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.