Tveir góðir skildir eftir

Ég vona að sú staðreynd að tveir afbragðsgóðir fótboltamenn, þeir Kristinn Steindórsson og Guðlaugur Victor Pálsson komast ekki í 21 árs liðið, beri vott um mikla breidd í íslenska hópnum, en ekki dómgreindarskort Eyjólfs Sverrissonar. FootinMouth

Ég er "næstum" því 100% viss um að Eyjólfi Sverrissyni skorti dómgreindarskort á þessu sviði, þrátt fyrir að árangur hanns með A-liðinu hefði verið næstum háðuglegur á sínum tíma. Þá átti að henda honum út í þjálfun, beint í "djúpu laugina", líkt og gerðist þegar hann varð alþjóðleg fótboltastjarna, án þess að hafa nokkurn tíma áður leikið nema í þriðju efstu deild í heimalandi sínu, náskeri í ballarhafi.

Eyjólfur er náttúrulega eitilharður nagli og lætur ekki mótvind brjóta sig niður. Hann er fæddur leiðtogi og þurfti örlitla "sundþjálfun", sem hann virðist hafa fengið með A-liðinu.

 Hann hefur náð yndislegum árangri með þetta 21 árs lið og á skilið fullkomið traust, allt til loka þessa verkefnis.

Áfram Ísland!


mbl.is Eyjólfur valdi 23 leikmenn fyrir EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já vonum að breiddin sé eins mikil og þetta gefur til kynna. Ég sakna þess að sjá ekki Eið Aron frá ÍBV þarna - en ég er ekki hlutlaus þegar kemur að því að segja þetta.   - þetta er flottur hópur, gott lið og vonandi gengur þeim allt í haginn. - Áfram Ísland

Gísli Foster Hjartarson, 31.5.2011 kl. 14:51

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Áfram Ísland!

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.5.2011 kl. 15:36

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Gylfa Sig út...Kiddi inn...samþykkt:):):):)????

Halldór Jóhannsson, 31.5.2011 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband