Vistkvíðasjúklingar

Stöðugt lesum við í fréttum áhyggjur einhverra yfir hnattrænni hlýnun. Þeir á "Loftslag.is" eru sérlega áhyggjufullir.

Áhyggjur af ísbjörnum er "in" í dag. Þeir sem mestar áhyggjur hafa, segja að þeir séu í útrýmingarhættu... sem er dálítið einkennilegt í ljósi þess að skotleyfum er úthlutað árlega á 800 dýr í Kanada og á Grænlandi. Errm

Ísbirnirnir sem villast til Íslands tilheyra Austur-grænlenska stofninum og veiðikvótinn úr honum er 50 dýr. Einhverjar líkur eru á því að ísbjörnum sem "bjargað" verður á Íslandi og sendir verða aftur til heimkynna sinna, verði skotnir af veiðimönnum þegar þeim verður sleppt í "frelsið".

"Vistkvíði" er viðurkenndur sjókdómur hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni.


mbl.is Háhyrningur konungur dýranna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Kristinsson

"Afneitun" er líka viðurkenndur sjúkdómur hjá WHO :)

Pétur Kristinsson, 22.5.2011 kl. 17:50

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Afneitun sem slík, er reyndar ekki skilgreind sem sérstakur sjúkdómur. En vissulega geta sjúkdómseinkenni verið afneitunarárátta, en þá erum við e.t.v. að tala um nokkra sjúkdóma.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.5.2011 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband