"Ráðumst ekki í handahófskenndar fjárfestingar"

"Við eigum að fara hér að öllu með gát og fullri yfirvegun, en ekki ráðast í einhverjar miklar handahófskenndar fjárfestingar byggðar nánast á duttlungum og með því að reka puttann upp í loftið,“ sagði Ögmundur Jónasson.

Bíddu nú við! FootinMouth

Er ekki Landeyjahöfn einmitt skammarlegur minnisvarði um handahófskennda fjárfestingu, byggða á duttlungum með því að reka puttann upp í loftið?

Ég er kannski að misskilja þetta eitthvað. Átti þetta að vera ónothæf fjárfesting? Var það planið allan tímann? FootinMouth Ef svo hefur verið, þá er þetta náttúrulega brilljant fjárfesting og hefur tekist fullkomlega. Pouty


mbl.is „Semjum ekki við náttúruöflin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll félagi,

Ég held einmitt að Ögmundur hafi verið að skýrskota til þess hversu ófagmannlega var staðið að þessari höfn í upphafi.  Hér er orðtæki sem þýðist eitthvað á þann veg að ekki sé vert að henda góðum pening á eftir vondum, og ég held Ögmundur hafi einmitt átt við það. Það sé betra að hugsa ráð sitt vel áður en farið er út í frekari fjárfestingar í þessari martraðar-sand-holu;)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 5.5.2011 kl. 15:29

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ófagmlega er allt sem þessi galgopi hann Ömmi Blanki kemur að.

Þetta er aðilinn sem sagði af sér vegna IceSave en gat þói tekkið annað embætti nokkrum mánuðum seinna ÁN ÞESS AÐ SVO MIKIÐ SEM EINN FUNDUR HEFÐI VERIÐ HALDINN!

Þetta er aðilinn sem gagnrýndi lífeyrissjóðina og fjárfestingastefnu þeirra Á SAMA TÍMA OG HANN SAT SEM FORMAÐUR STÆRSTA SJÓÐSINS SEM HAFÐI OK RÍKISTRYGGINGU EN RAK SÖMU STEFNUNA, MEIRI YFIRBYGGINGU OG TAPAÐA MEIRU EN NOKKUR ANNAR Á KOSTNAÐ HINNA SJÓÐANNA Í ALMENNINGSEIGU!

Það er mesta hrós að kalla þennan mann aðeins svikahund og raðlygara.

Óskar Guðmundsson, 5.5.2011 kl. 15:50

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

en ekki aumi..... vitl....... og fæð....há........!

Óskar Guðmundsson, 5.5.2011 kl. 15:51

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er þá Landeyjahöfnin framkvæmd Ögmundar Jónassonar? Hvers konar umræða er eiginlega komin í gang?

Árni Gunnarsson, 6.5.2011 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband