Flugsveitin var einnig á Reyðarfirði

Norðmenn og Kanadamenn höfðu fasta viðveru með flugsveitir sínar á Reyðarfirði lengi vel og einn af flugmönnum norskrar sveitar á Reyðarfirði um tíma átti kærustu í Reykjavík sem hann kynntist þegar flugsveit hans hafði bækistöð í Skerjafirðinum.

Þessi ungi og myndarlegi norski flugmaður hét Oswald Heggeseth og kærastan hans varð síðar eiginkona hans, Frú Geirlaug Heggeseth og flutti hún með eiginmanni sínum til Noregs að stríðinu loknu. Geirlaug (Einarsdóttir) Heggeseth var föðursystir undirritaðs, en hún lést fyrir fáeinum dögum í hárri elli í Noregi.

HÉR er fróðleiksmoli um hersetuna á Reyðarfirði.


mbl.is 70 ár frá stofnun norsku flugsveitarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Enn einn fróleikzmolinn úr þínum ranni zem að zkemmtir mér.

Takk fyrir þetta.

Ekki eru allir blindzjallar fól, þó Reyðferðínger Cu...

Steingrímur Helgason, 27.4.2011 kl. 00:27

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Heheh.. takk fyrir þetta, Steingrímur

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.4.2011 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband