Hvaða landsmenn?

Reykvískir blaðamenn eru stundum óttalega sjálflægir þegar þeir fjalla um veður.

Þó meirihluti íbúa landsins búi á SV-horninu, þá eru þó nokkrir "landsmenn" á víð og dreif um landið. Á Austurlandi hefur verið fínasta vorveður mest allan apríl og gróandinn er 2-3 vikum á undan, ef miðað er við meðaltalið. Jafnvel 3-4 vikum á unda, ef miðað er við allra síðustu ár.

003

Þessi farfuglahópur gæddi sér á kræsingum á leirunni fyrir neðan Andapollinn á Reyðarfirði í gær. Fallegur fugl sem minnir dálítið á spóa en er þó litfegurri og heldur minni.

Getraun: Hvaða heitir þessi fuglategund?


mbl.is Útlit fyrir batnandi veður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Pálsson

Rauðbrystingur?

Skúli Pálsson, 26.4.2011 kl. 16:24

2 identicon

Eru þetta ekki nafnar þínir Gunnar?

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 16:26

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki er það rauðbrystingur. Þessi er stærri og gogglengri.

"xxxxxxxx er einn af einkennisfuglum votlendis á láglendi. Hann er háfættur, hálslangur og spengilegur, álíka stór og spói.

Fluglag er ákveðið, með hröðum vængjatökum. Fuglinn er hávær og órólegur á varpstöðvum.

Hann er félagslyndur utan varptíma. Gefur frá sér hrjúft kvak og hvellt nefhljóð á varptíma, annars þögull.

Fæða: Ormar, sniglar, krabbadýr og skordýr. "

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.4.2011 kl. 18:00

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Var áður bundin við Suðurland en er nú um allt land. Samkvæmt útbreiðslukorti er hann þó ekki á svæðinu frá Stöðvarfirði til Héraðsflóa. Er ástöku stað á Vestfjörðum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.4.2011 kl. 18:08

5 Smámynd: Skúli Pálsson

Jaðrakan. Það sést á þessum eina á myndinni sem ekki hefur gogginn á kafi.

Skúli Pálsson, 26.4.2011 kl. 19:05

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Rétt er það, Skúli

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.4.2011 kl. 19:36

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jaðrakan er það..og nú fer að heyrast hvellur hljómur í mýrum.

Jón Ingi Cæsarsson, 27.4.2011 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband