Sausolito

Framhald af skólaheimsóknarbloggi til Larkspur.

Frisco 458

Aðeins örfáir kílómetrar eru á milli smábæjanna Larkspur og Sausolito í Marin sýslu. Eftir skólaheimsóknina var ákveðið að spóka sig aðeins um í Sausolito.

Frisco 459

Aðeins verið að átta sig á staðháttum.

Frisco 493

"Down town" Sausolito.

 California var upphaflega spænsk nýlenda en tilheyrði síðar Mexíkó þar til fylkið varð hluti USA um miðja 19. öld. Spænskra áhrifa gætir víða í fylkinu, t.d. í staðarnöfnum og í arkitektúr, eins og sjá má á þessari mynd.

Frisco 464

Gengið með ströndinni og svipast um eftir veitingastað. Bláa húsið framundan varð fyrir valinu.

Frisco 470

Að sjálfsögðu borðuðum við úti í góða veðrinu á þessum huggulega stað.

Frisco 478

Þrátt fyrir að ég hafi ferðast nokkuð mikið og þyki gott að borða, hef ég aldrei fengið mér risa-humar. Þegar ég sá hann á matseðlinum, stóðst ég ekki mátið. Raunar var hann ekkert svo stór... hálfgerður "mini-risa-humar" Joyful En hann var ljómandi góður.

Þó San Francisco svæðið sé þekkt fyrir góða sjávarréttaveitingastaði, þá er humar í sjálfu sér ekki í þeim pakka, því hann kemur frá austurströndinni. Aðall vesturstrandarinnar er skelfiskur.

Frisco 481

Tekið hraustlega til matar síns. Þorsteini Arasyni, skólastjóra á Seyðisfirði, líkaði flatfiskurinn vel.

Frisco 465

Útsýnið var flott frá veitingastaðnum. Fyrir miðri mynd má sjá Alcatraz bera í Bay Bridge. Miðbær San Francisco til hægri.

Frisco 467

"Zoomið" í botni, 200 mm. Cool

Frisco 485

Að loknum indælum miðdegisverði.

Frisco 489

Úlallala!... sælgætisbúð

Frisco 490

Sælgæti... og mikið af því, að hætti Ameríkana Joyful

Frisco 492

Má til með að láta þessa flakka með Tounge

Frisco 500

Þarna var mikið af litlum sætum verslunum. Þetta er heilsárs jólaverslun og margt geysilega fallegt þarna inni.

Frisco 506

Þessi var að gifta sig og stillti sér upp fyrir mig

Frisco 507

Skólastjórinn og aðstoðarskólastjórinn á Eskifirði, glaðir í lund, í mini-bussinum á leið til baka í ferjuna.

Frisco 508

Húsnæði er mjög dýrt í Sausolito og Larkspur og sennilega í sýslunni allri. Bílstjórinn okkar sagði að leiguverð á tveggja herbergja íbúðum í húsunum í hlíðinni væri 2.500$ á mánuði (tæpar 300 þúsund kr.)

Bílstjórinn kom frá Króatíu fyrir 10 árum síðan. Ég spurði hann hvort ekki hefði verið erfitt fyrir hann að fá atvinnuleyfi. Hann sagðist hafa unnið "Græna kortið" í lotteríi.

Frisco 515

Frisco 514

Ennþá var smá tími til að ná ferjunni til baka og bílstjórinn tók krók og sýndi okkur bryggjuhverfi. Húsin er lítil en rándýr... ef við hefðum áhuga á að kaupa. Bestu húsin kosta 500.000 dollara, eða um 55 millur.

Frisco 529

Ánægjulegri skólaheimsókn að ljúka. Gott að tilla sér aðeins meðan beðið er eftir ferjunni.

Frisco 535

Hinn hraðskreiði farkostur okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband