Skólaheimsókn, Tamalpais High, síðari hluti

Þegar komið var í land í Larkspur, tók á móti okkur yfirmaður menntamála í sýslunni. Hann leiddi okkur í halarófu að bílaplaninu við bryggju-terminalinn, en þar biðu okkar tveir mini-bussar sem óku með hópinn rakleiðis til Tamalpais High School. Skólinn ber nafn hæsta fjalls Marin County; "Tamalpais"(785 m.) Nafnið er komið frá frumbyggjum sýslunnaar, Miwok indíánum.Frisco 451

Ef skólastjórnendur, kennarar og annað starfsfólk skóla hér á Íslandi og þó víðar væri leitað, myndu teikna upp og ímynda sér hinn fullkomna skóla, með umhverfi og öllu tilheyrandi, þá yrði útkoman ekki flottari en Tamalpais Union High School. Þetta er sannkallaður "Fantasy School" og það sem meira er, þetta er almenningsskóli, ekki einkaskóli með rándýrum skólagjöldum.

Tvennt er það helst sem gerir það að verkum að skólarnir í Marin County eru eins vel búnir og raun ber vitni. Í fyrsta lagi eru meðaltekjur fólks í sýslunni háar og það skilar sér auðvitað í "sýslukassann". Í öðru lagi eru viðhorf íbúanna til menntunarmála afar jákvæð og Tam High Foundation , sem tekur á móti styrkjum og frjálsum framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum, nýtur góðs af því.

 Frisco 450

Skólastjórinn, Tom Drescher, (í hvítu skyrtunni fyrir miðri mynd) leiddi skólastjórnendur á Austurlandi í allan sannleika um skólann. Yfirmaður menntamála sýslunnar er lengst til hægri.

Frisco 436

Hópurinn við aðalinngang skólans.

Frisco 445

Snyrtimennska og flott hönnun er aðalsmerki hins sýnilega skóla. Innviðirnir, þ.e. skólastarfið sjálft er sömuleiðis aðdáunarvert. Skólinn samanstendur af nokkrum byggingum og álmum frá mismunandi tímum.

Frisco 428

Miðsvæðið á "campusnum"

Frisco 447

Hér gengur austfirski hópurinn inn í leiklistarálmuna. Öll valfög, s.s. leiklist, myndlist, tónlist, íþróttir o.s.f.v. eru gjaldfrjáls. Allir í skólanum hafa jafna möguleika til náms, óháð stétt og stöðu.

Frisco 448

Hópurinn var beðinn um að læðast og hafa algjört hljóð, því æfing var í fullum gangi í "leikhúsinu".

Frisco 418

Eitt af valfögum við skólann er bifvélavirkjun. Einnig eru undirbúningskúrsar fyrir lögfræði í skólanum o.fl.

Frisco 419

Umsjónarmaður vélvirkjadeildarinnar er þessi kona í rauðu skyrtunni. Hún er hámenntuð og með margar háskólagráður í faginu og hefur m.a. unnið hjá NASA, Geimferðastofnun Bandaríkjanna. "Menntamálaráðherrann"í Marin County, í hvítu skyrtunni.

Frisco 420

Frisco 422

Það hafði lengi verið draumur kennarans að fá gamlan "alvöru" klassískan amerískan kagga í kennslustofuna. Sá draumur hafði nýlega ræst þegar við komum í heimsókn. Mig minnir að þetta sé Mustang ´69.

Aðföngin (bílarnir) eru gjarnan í eigu nemenda eða foreldra þeirra, eða kennara við skólann, sem fá þá viðgerð og viðhald frítt en borga kostnað við varahluti. Sömuleiðis gefst eldri borgurum í Larkspur kostur á að koma með bíla sína til viðgerðar og margir nýta sér það.

Frisco 429

Skólastjórinn með fyrirlestur við eina álmuna.

Frisco 427

Aðstaða til íþróttaiðkunar í skólanum er ótrúlega flott. Það hefur skilað sér í verðlaunaliðum m.a. í sundi, körfubolta, ruðningi og fótbolta. (Soccer)

Hinar ýmsu byggingar og álmur á skólalóðinni, bera nöfn fyrrum kennara skólans sem þóttu skara fram úr. Aðalbyggingin heitir t.d. "Wood Hall", í höfuð fyrsta skólastjórans, en skólinn var stofnaður árið 1908. Íþróttahúsið heitir "Gustafsson´s Gym"(Gus Gym).

IMG00135-20100910-1134scoreboardtrack

 

 

 

 

 

Frisco 438

Við fengum að kíkja inn í nokkrar kennslustofur. Eðlis og efnafræði.

Frisco 443

Náttúrufræði.

Frisco 441

Í tónlistardeildinni höfðu nemendur smíðað ýmis hljóðfæri á frumlegan hátt. Hér eru tvær gerðir af strengjahljóðfærum.

Frisco 442

Hljómkassinn á þessum "gítar" er þvottabali!

Frisco 425

Frímínútur.

Frisco 444

Mötuneytið. Mikil áhersla er lögð á holla og góða fæðu.

Frisco 411

Minningarskjöldur á aðalbyggingu skólans, um fyrrum nemendur sem féllu í Seinni heimsstyrjöldinni, en þeir voru 55 talsins. Velunnarar skólans gáfu skjöldinn skömmu eftir stríðið, ásamt nýrri skólaklukku, sem sést á efstu myndinni í þessu bloggi.

Þessi skólaheimsókn var virkilega ánægjuleg. Þarna sáum við rjómann...  með skreytingu, á bandarískum "High School". Skólastjórinn sagði okkur ítrekað að þetta væri alls ekki dæmigerður bandarískur skóli og í raun væru skólarnir í Larkspur, einstakir á bandaríska vísu, fyrir gæði, aðstöðu og metnað,... og velvilja og örlæti íbúanna í bænum.

Að heimsókninni lokinni, höfðum við rúma tvo tíma til að skoða okkur um í sýslunni og ferðinni var heitið til nágrannabæjarins Sausalito, sem er í um 6 km. fjarlægð frá Larkspur. Blogga um það síðar.

frisco-kort

Larkspur er efst í vinstra horninu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefurðu tekið eftir því hvað allt er þrifalegt, hvar sem maður kemur?

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.4.2011 kl. 21:02

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jú, það er rétt, Rafn. Og ekki var loftmengun þarna fyrir að fara. En það er kanski eðlilegt, því góð loftskifti eru af Kyrrahafinu í flóanum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.4.2011 kl. 21:13

3 identicon

Takk fyrir áhugaverðar og skemmtilegar færslur af San Fran og nágrenni. Mig dauðlangar að fara þangað, eftir lesturinn!

Harpa (IP-tala skráð) 24.4.2011 kl. 21:47

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þetta, Harpa

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.4.2011 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband