... grillsjopunni í morgun og fékk mér eina pulsu. Mig langaði að drekka Egils appelsín með pulsunni, en sjoppan selur bara gosdrykki frá Vífilfelli.
Má það?
Veðrið skartaði sínu fegursta á Seyðisfirði, sól og blíða og sjoppan var full af skandinavískum unglingum sem komu með ferjunni.
Fjarðarheiðin er alhvít af þykkum snjóalögum og hún hlýtur að vera paradís vélsleðamannsins um þessar mundir.
Grunur um samráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | 19.4.2011 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 945808
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Auðvitað eru þessi gosdrykkja-glæpafyrirtæki búin að skipta með sér markaðnum rétt eins og olíuglæpafélögin.
corvus corax, 19.4.2011 kl. 16:44
Skartaði verðið ekki líka sínu fegursta, eins og ég las óvart fyrst?
Kveðja úr slyddunni fyrir sunnan!
Bergljót Gunnarsdóttir, 19.4.2011 kl. 17:10
Það er ekki óalgengt að sjoppur og jafnvel verslanir selji bara vörur frá einu gosfyrirtæki. Þetta eru aðallega lítil fyrirfæki sem eru neydd til þess því annars fá þau ekki kæli fyrir gosið. Emmess og Kjörís gera þetta líka óspart og þá hafa þessar litlu forretningar enga völ.
Bergljót Gunnarsdóttir, 19.4.2011 kl. 17:18
Þetta eru glæpsamlegir viðskiptahættir og ekkert annað.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.4.2011 kl. 18:16
Held að það séu margir á markaðnum sem velja að vera hjá einum aðilanum, allavega grunar mig að það skili sér best til viðkomandi í afsláttum og fleiru, svo er líka til fólk sem verslar bara við annan aðilann af eigin vilja.
en að öðru: annað hafa enga völ? sem eru neydd til þess??
held að enginn neyði viðskiptamann til að gera samning..
það er alltaf fallegt á Seyðisfirði
Símon Sjoppukall (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 20:28
Þegar "sjoppukarlar" berjast í bökkum, þá eiga hákarlarnir leik á borði.
Það má kalla svona viðskiptahætti eitthvað annað en viðbjóðurinn er sá sami. Og hvers eiga neytendur að gjalda? Taka bara því sem að þeim er rétt?
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.4.2011 kl. 20:58
Ég held að það sé hvergi meiri samkeppni á íslenskum matvörumarkaði en einmitt á milli Vífilfells og Ölgerðarinnar. Ég vann hjá Vífilfelli í 5 ár og það voru stöðug undirboð og afslættir hægri vinstri og alveg á hreinu að kúnnin var ekki að skaðast af því meinta samráði sem nú er verið að bulla um í fjölmiðlum.
Einu einkasölusamningarnir sem ég veit um var á vínveitingarstöum og veitingahúsum en þar eru bæði þessi fyrirtæki jafnsek, og það var klárlega ekki samráð um það hver ætti hvaða staði það var slegist hatrammlega um að selja hvern einasta dropa og aldrei gefin millimetri eftir í því...
Rannsókn samkeppniseftirlitsins er rugl í mínum huga allavega miðað við það sem fyrir mér var brýnt á sínum tíma sem svæðisstjóra Vífilfells á Austurlandi...
Eiður Ragnarsson, 19.4.2011 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.