Golden Gate brúin í San Francisco, er ein þekktasta brú veraldar. Hún tengir borgina við Marin County en sundið á milli fékk þetta nafn; "Golden Gate", um miðja 19. öld þegar svæðið við flóann byggðist hratt vegna "gull-æðisins".
Austfirðingar í myndatöku við Golden Gate.
Brúin var rúm fjögur ár í byggingu og var tekin í notkun árið 1937. Margt nýstárlegt var við þessa brúarsmíð, á þess tíma mælikvarða og þótti hún í raun einstakt verkfræðiafrek. Hún tilheyrir flokki svonefndra "hengibrúa"og hafið á milli brúarstöplanna var það lengsta í heimi í 27 ár. Í dag er þetta haf, 9. lengsta í veröldinni og ennþá það næst lengsta í Bandaríkjunum. Akashi-Kaikyo- brúin á núgildandi heimsmet, en hún var smíðuð árið 1998. Tölur um stærð brúarinnar má sjá hér (lengd, breidd, hæð og þyngd).
Byggingin til vinstri er "Fort Point" virkið, byggt í kringum 1850.
Miklum vandkvæðum þótti bundið að brúa Golden Gate af nokkrum ástæðum og voru þær helstar að þarna er mikið dýpi og mjög miklir straumar, auk þess sem vindhviður geta orðið afar sterkar. Lengi vel var sagt að sundið væri óbrúanlegt.
Ný viðmið voru sett vegna öryggismála við byggingu brúarinnar sem hófst árið 1933. Orðatiltækið "Safety first",kom þá fyrst fram á sjónarsvið og er enn í dag kjörorð í bandarískum öryggismálum. Dauðaslys voru óhugnanlega algeng á þessum tíma, t.d. við byggingu skýjakljúfa, en nú skyldi gerð bragabót á því. Allir starfsmenn voru skyldaðir til að vera með öryggishjálma og í öryggislínum þar sem við átti. Auk þess var strengt öryggisnet, þannig að ef einhver fél útbyrðis, þá bjargaði netið. 19 menn áttu líf sitt að launa öryggisnetinu og urðu þekktir sem Half-Way-to-Hell Club.
Þegar byggingu brúarinnar var u.þ.b. að ljúka, hafði aðeins eitt dauðaslys átt sér stað, sem þótti einstakt við svona stóra framkvæmd. En þá dundi ógæfa yfir. Stillans sem festur var á annan brúarstöpulinn, gaf sig með 10 mönnum. Öryggisnetið hélt ekki þunganum og rifnaði og allir mennirnir létu lífið.
Viðtöl á myndbandi við tvo gamla menn sem unnu við smíði brúarinnar og gamlar ljósmyndir, má finna hér
Við Golden Gate brúnna, mættu þessir brimbrettakappar til að nýta sér ölduna.
Ekki er hægt að segja að kjöraðstæður væru þarna fyrir "surfing"
Annar kappinn kominn út í og hinn bíður átekta eftir öldunni.
Mennirnir syntu töluvert langt út og riðu svo öldunni að óblíðri ströndinni og létu sig falla rétt áður en þeir lentu í stórgrýtinu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.5.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 946946
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Þorskur á þurru landi
- Bæn dagsins...
- KANNSKI FINNST EINHVERJUM AÐ FULLLANGT SÉ GENGIÐ MEÐ ÞESSU - EN ÖÐRUM FINNST ÞETTA MJÖG SANNGJÖRN KRAFA......
- Japan varar við mikilli aukningu dauðsfalla meðal bólusettra barna.
- Lookah FF1 510 Thread Vape Cart Battery Review
- Ég var búinn að lofa mér annað en lýsti Arnari Þór sem merkilegum manni og sagðist spenntur að mæta á þennan fund um Bókun 35 - hvet sem flesta til að mæta
- Zombie þjóðfélag? mRNA bóluefni skaða...
- Mun það geta gengið upp að tveir stríðshaukar Pútín & Selenski, muni geta rætt saman með yfirveguðum hætti án þess að hafa einhverskonar diplomata annarra ríkja sem milligöngumenn?
- Herratíska : Fyrirsæti á góðum aldri
- Bara á Íslandi - og auglýsing um fund
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Hefndarleiðangur Þórðar Snæs?
- Lalli Johns látinn
- Örn er tignarlegur og lundinn ljúfur
- Spyrja hvort heilabilaðir hafi engan rétt
- Umfangsmikil handtaka í miðbænum
- Uggandi yfir uppsögnum: Blóðtaka fyrir fögin
- Rándýr refur varð sílamávi að bráð
- Veðurútlitið mjög gott - Hitinn gæti farið yfir 20 stig
- Höfum verið í sambandi við stjórnendur fyrirtækisins
- Skora á stjórnvöld að fella niður virðisaukaskatt
Erlent
- Öldur virðist lægja í tollastríðinu á Kyrrahafi
- Mexíkó kærir Google vegna Ameríkuflóa
- Hamas láta bandarískan gísl af hendi
- Trump ætli að þiggja lúxusþotu og eiga hana sjálfur
- Þungt haldinn og grunaður um að myrða kærustu sína
- Selenskí mun bíða eftir Pútín í Istanbúl
- Segir sögulegum vendipunkti náð
- Kallar eftir friði í heiminum
- Tugir fórust í rútuslysi
- Trump: Mögulega frábær dagur fyrir Rússland og Úkraínu
Fólk
- Lofsyngur Hitler í nýju lagi
- Axel O fer alla leið í kántrítónlistinni
- Framtíðarborgir úr hrauni
- Ólífa verður að rottu
- Trúa því að VÆB muni sigra
- Myndir: Líf og fjör í Smáralind á 70 ára afmæli Kópavogs
- Bókinni skilað hálfri öld of seint
- Vill grafa stríðsöxina fyrir aðdáendurna
- Margrét Þórhildur útskrifuð af sjúkrahúsi
- Björgunarleiðangur varð að kvikmynd
Íþróttir
- Nú kemur í ljós úr hverju menn eru gerðir
- Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti (myndskeið)
- Ekkert má fara úrskeiðis að mati Baldurs
- Eze skoraði tvö gegn Tottenham (myndskeið)
- Sigur fyrir Víkingsmömmurnar
- Sjálfum okkur verstir
- Spennan heldur áfram - Stjarnan jafnaði
- Mikilvægt að vinna hérna
- Hann þarf að leggja sig meira fram
- FH-ingar gáfu Víkingum þrjú stig
Viðskipti
- Hið ljúfa líf: Nú falla öll vötn til Borgarfjarðar
- Samkeppnisstaða CCP traust
- Svipmynd: Spennandi tímar í fjártækni
- Fréttaskýring: Rennur draumurinn út í sandinn?
- Horfa til innri vaxtar
- Tollar flækjast fyrir Toyota
- PCC óskar eftir viðskiptavernd í formi tolla
- Vörumerkið og verkfærakistan
- Róbert bætir við sig í Alvotech
- EVE Online er sérstakt hagkerfi
Athugasemdir
Það má líka nefna þá athyglisverðu staðreynd að af brúnni eru sjálfsvíg afar tíð eins og m.a. hefur verið gert skil í sjónvarpsmynd. Nær útilokað er að menn lifi þá tilraun af.
Matthías (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 15:34
Alveg rétt, Matthías.
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.4.2011 kl. 15:40
Mig langar til að benda á aðra svipaða brú, en hún heitir ponte de 25 Abril og liggur yfir Tejo ánna í Lissabon. Hún er 2.2km á lengd og er oft líkt við Golden Gate brúnna vegna litarins en þess má geta að hún var byggð af American Bridge company sem hannaði San Francisco -Oakland Bay Bridge.
Fyrir 25 apríl 1974 hét hún Salazar bridge í höfuðið á Einræðisherra Portúgala sem steipt var af stóli 1974 í Blómabyltingunni.
Við enda brúarinnar er Krists stytta eins og sú sem er í Rio De Janeiro í Brasilíu sem þeir reyndar gáfu Brössunum. En þeir reistu þessa styttu til að þakka Guði fyrir að hafa ekki tekið þátt í heimstyrjöldinni seinni.
En þetta er svona útúrdúr og takk fyrir góða ferðagrein.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 19:58
Takk kærlega fyrir þetta, Rafn. Aldrei of mikið af fróðleik
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.4.2011 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.