Það er stundum sagt: "Engin er betri en andstæðingurinn leyfir".
Það átti svo sannarlega við um fyrri hálfleikinn í kvöld. Þjóðverjarnir virkuðu lélegir, en það var vegna þess að íslenska liðið var frábært, bæði í vörn og sókn, auk magnaðrar markvörslu Björgvins Páls.
Það eina sem kom mér á óvart í leiknum, var að Heine Brandt, þjálfari Þjóðverja, skyldi ekki skipta um markvörð, allan hálfleikinn. Ég held að það hafi mátt telja á fingrum annarrar handar þau skot sem Silvio Heinevetter varði. Carsten Lichtlein stóð í markinu í seinni hálfleik og var skömminni skárri. Það er greinilegt að Þjóðverjar eiga ekki markverði af sama kaliberi og þeir hafa átt á undanförnum árum... og jafnvel áratugum.
Íslendingar eiga hins vegar markvörð í dag á heimsmælikvarða, í fyrsta sinn í sögu íslensks handknattleiks.
Hreinn unaður var að fylgjast með Aroni Pálmarssyni. Ótrúlega góður leikmaður á öllum sviðum og verður án efa einn allra besti handboltamaður veraldar í framtíðinni.
Ólafur Stefánsson var líka frábær. Orka hans í leiknum bar þess ekki vitni að hann væri 37 ára gamall.
Guðjón Valur sendi sterk skilaboð til þjálfara síns hjá þýska félagsliði sínu, sem jafnframt er þjálfari íslenska landsliðsins. Ef hægt er að tala um "einvígi" vinstri hornamanna í leiknum, þá var Guðjón afgerandi sigurvegari með sín 12 mörk í leiknum.
Frábær sigur á Þjóðverjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
Athugasemdir
Einar Þorvarðarson var nú góður hér í denn ;)
En það er rétt.. við eigum virkilega góðan markvörð í dag.. og í raun frábært lið.
Einar (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 11:46
Einar var bestur á Íslandi á sínum tíma og Gummi Hrafnkels eftir hans tíð, en með þá eins og fleiri íslenska markmenn, vantaði herslumuninn að vera á heimsmælikvarða.
Ég held að Björgvin Páll sé að ná þessum herslumun.
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.3.2011 kl. 20:33
Já flottir strákarnir satt er það. Ég tek eftir því að þeir virðast vera góðir vinir markmennirnir okkar og ekki að sjá að öfund sé að grassera eins og stundum þegar samkeppni ríkir. Held að það sé afar gott fyrir Björgvin.Hann er svolítið köflóttur ennþá en átti fínan leik núna og fékk góðan stuðning frá Hreiðari.
Aron er ótrúlega skemmtilegur og virðist alveg taugalaus. Ekki yrði ég hissa þó hann skoraði 11 mörk úr 8 tilraunum
Óli er þó alltaf mitt aðaluppáhald og samspil þeirra Guðjóns frábært þegar Óli laumaði á Guðjón sem hljóp inn á miðjuna og skoraði eitt af sínum flottu mörkum.
Vildi sjá meira til Alexanders í leiknum en hann virtist ekki njóta sín í þessari stöðu.
Svo fannst mér í síðasta hlé að leikmenn vildu ekki hlusta á þjálfarann og vissu betur.... svolítið um "hey " hey" á tímabili en svo duttu þeir í taktinn aftur. Þeir eru alveg frábærir allir saman það er bara þannig. Kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 10.3.2011 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.