Fjörgamall maður á elliheimili var lifandi goðsögn fyrir ævintýralegt líf sitt. Hann hafði ferðast um allan heiminn... stundað villidýraveiðar í Afríku, Indlandi og víðar, klifið marga af hæstu tindum veraldar og svo mætti lengi telja.
Ungur blaðamaður ákvað að taka viðtal við þennan aldna ævintýramann og fyrsta spurning hans var:
"Hvenær hefurðu orðið hræddastur í lífinu?"
Sá gamli svaraði:
"Það mun hafa verið þegar ég var á Indlandi að veiða Bengal tígrisdýr. Ég þræddi mjóan moldartroðning í gegnum þykkan frumskóginn, þegar skyndilega stærsta tígrisdýr sem ég hef nokkurn tíma séð, hoppaði inn á stíginn beint fyrir framan mig. Fyrir aftan mig var indverski burðarmaðurinn minn og ég sneri mér við til að fá byssuna mína en sá hann þá flýja í burtu. Tígrisdýrið kom á móti mér hægum skrefum og var auðsjáanlega að búa sig undir að stökkva á mig. Svo öskraði það ógurlega" ... og gamli maðurinn líkti kröftuglega eftir tígrisdýrsöskri.
Sá gamli þagði dálitla stund en hélt svo áfram:
"Ég skeit í buxurnar"
Blaðamaðurinn ungi segir þá:
"Undir þessum kringumstæðum hefðu nú allir gert það sama".
Gamli maðurinn svaraði:
"Ekki þá.... núna!... þegar ég öskraði."
Flokkur: Spaugilegt | 1.3.2011 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 946009
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bængagsins...Viska fátæks manns..
- Var engin kristnitaka árið 1000?
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- Birtir yfir stjórnmálunum
- Sprengiefni í stjórnarsáttmála
- Eyjan sem er ekki til
- Áhugaverður tími framundan
- Bæn dagsins...Maðurinn háður tíma og tilviljun..
- Þorgerður nýr utanríkisráðherra og Rússland
- Í tilefni af hinum FJÓRÐA Í AÐVENTU sem að er í dag og fjallar um þann sem að MUN KOMA, að þá óskum við allri heimsbyggðinni GLEIÐILEGRA JÓLA:
Athugasemdir
Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.3.2011 kl. 04:24
Tveir Skotar sátu á pub, með sína daglegu bjórkollu, þegar þriðji maðurinn kom inn og pantaði sér einn stóran. Þegar þjónninn hafði fært honum ölið stóð hann upp og gekk upp vegginn fyrir framan sig, eftir loftinu, síðan niður vegginn við dyrnar og út.
Sástu þetta spurði annar af hinum. Ha, hvað, hváði sá sem spurður var. Hann skildi bjórinn sinn eftir var svarið.
Bergljót Gunnarsdóttir, 1.3.2011 kl. 06:35
Flottur.............
Jóhann Elíasson, 1.3.2011 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.