Er ekki alveg rólegur

new-zealand-mapDóttir mín er á ferðalagi í Nýja Sjálandi með tveimur vinkonum sínum. Þær eru sem betur fer á öruggum stað sem stendur, þ.e. í Taupo sem er á Norður-eyjunni miðri, í um 500 km fjarlæg frá Christchurch.

Þær fundu ekki fyrir skjálftanum, sem var eins gott því þær voru í djúpt í 1 km. löngum helli, þar sem þær þurftu m.a. að synda í ísköldu vatni til að komast leiðar sinnar. Skilaboðin frá okkur foreldrum hennar á facebook:  "Ekki fleiri hellaferðir í bili" !!

Þær eiga flug eftir nokkra daga frá Christchurch til Ástralíu og vonandi verður í lagi með það. Stelpurnar hættu hins vegar við að dvelja í borginni í einhverja daga eins og planið var.

Þetta er mikil ævintýraferð hjá stelpunum, nýkomnar frá Cook eyju. Ég smelli hér mynd með af dótturinni í fallhlífarstökki á Nýja Sjálandi.

fallhlifarstökk


mbl.is Óttast að 200 séu fastir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Dóttir þín er greinilega mikil ævintýramanneskja, sem er að gera skemmtileg hluti.

Norðureyjan er í raun alger andstæða Suðureyjunnar og þar er gjörólíkt landslag og allar aðstæður öðruvísi.  Vonandi lenda þær ekki í erfiðleikum með gistingu og annað í Christchurch, né flugið þaðan.

Axel Jóhann Axelsson, 22.2.2011 kl. 10:47

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þetta, Axel.

Þær fara á morgun yfir á Suðureyjuna. Þær eru í svokölluðu "couch surfing", sem er einhverskonar alheimsklúbbur um fría gistingu inni á venjulegum heimilum.

Já þetta er mikið ævintýri.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.2.2011 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband