Nú er ég hissa! ... Ögmundur vinstri grænn, vill ekki banna búrkur. Boð og bönn hafa verið aðall flokks hans. Eygló Harðardóttir, Mörður Árnason og Sigmundur Ernir Rúnarsson lýstu sig sammála ráðherra um að ekki ætti að banna búrkur. Mörður kemur ekki á óvart, en hin gera það. Skýring Ögmundar á því að vera á móti búrkubanni, eru fáránleg.
Auðvitað á að banna þetta á Íslandi og það strax, áður en svona vitleysa festir hér rætur. Ögmundur nefnir ekki þá skýringu sem vinstrimenn gjarna skreyta sig með; "við þurfum að sýna umburðarlyndi gagnvart öðruvísi menningu en okkar eigin".
Vill ekki banna búrkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
Athugasemdir
Bönnum búrkur og moskur á Íslandi. Punktur. Þetta á ekki einu sinni að vera til umræðu, svo fáránlegt er það.
Björn Birgisson, 31.1.2011 kl. 18:35
Jú jú, víst vill Ögmundur banna. Hann vill banna að banna búrkur.
Gísli Sigurðsson, 31.1.2011 kl. 18:35
Kanski að hann banni gúrkur í staðinn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 18:44
Alveg sammála, ókostirnir er miklu fleiri en þeir jákvæðu. Hvað með allar þessar sjálfsmorðsárásir þar sem margar þessarra kvenna koma við sögu osfr. Þetta kemur forræðishyggju ekkert við heldur öryggi fólks sem stefnt er í voða og á þessum miklu hryðjuverkartímum höfum við þvi miður ekki efni á að taka áhættur sem þessar. Aftur á móti svo rætt sé um mannréttindi almennt eru skilaboð kvenna sem klæðast svona fatnaði þau að konan sé réttlaus með öllu og hvaða skilaboð eru það á jafnréttistímum til ungra kvenna almennt? Við hér á Íslandi búum við almennt jafnræðisfrelsi eins og kostningarétt kvenna, almennt frelsi kvenna osfr, miðað við þessi múslimskulönd og við eigum engan veginn að taka þátt í svona bulli og hvað varðar mosku hér á landi t.d. Hvað Írani myndi leyfa Kristna kirkju í Íran? Þetta fólk allt saman er velkomið til Íslands sem og aðrir útlendingar en við þurfum samt sem áður að standa vörð um okkar trúfrelsi án þess að samþykkja allar öfgar ofsatrúarmanna sem traðka á réttindum kvenna almennt.
Guðrún (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 18:59
Guðrún: Í fyrsta lagi eru 74 kristnar kirkjur í Íran og um 300.000 kristnir menn. Kynntu þér málið áður en þú ferð að rífast.
Í öðru lagi væri gott að þú nefndir dæmi um "allar þessar sjálfsmorðsárásir þar sem margar þessarra kvenna koma við sögu". Ertu að meina að stórir hópar búrkuklæddra kvenna hafi sprengt sig í loft upp? Eða að sjálfsmorðsárásir þar sem gerendur eru múslimakonur í búrkum séu algengar?
Auðvitað eigum við ekki að samþykkja að það sé troðið á réttindum kvenna. En ertu ekki alveg jafnt að troða á réttindum konunnar með því að banna henni að ganga í búrku eins og að banna henni að ganga í mínípilsi? Ef hún ákveður sjálf að ganga í búrku (eða "ákveður sjálf" að láta undan þrýstingi trúarsamfélagsins), ætlar þú þá að segja henni að hún megi ekki ákveða þetta sjálf? Heldurðu að henni finnist eitthvað betra að konur skipi henni fyrir en karlmenn?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 1.2.2011 kl. 12:28
Tinna, við vitum að í mörgum múslimaríkjum er kristnu fólki varla vært og sumstaðar er kristni dauðasök. Að nefna Íran í þessu sambandi, er kannski ekki kórrétt, en við vitum hvað Guðrún á við.
-
Mörg dæmi eru um að konur í búrkum (jafnvel karlar dulbúnir í slíkan klæðnað) hafa gert sjálfsmorðsárásir.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.2.2011 kl. 16:24
Ég nenni samt ekkert að grafa upp heimildir eða fréttir af því. Þú hlýtur að hafa heyrt einhverntíma um þetta.
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.2.2011 kl. 16:25
Ég hef líka heyrt um fólk sem vaknar í klakabaði í Mexíkó og fattar að það er búið að stela úr því lifrinni. Þó fólk heyri "einhverjar sögur einhverntíma" er slíkt ekki sönnun fyrir einu né neinu.
Og á mörgum stöðum á Vesturlöndum er múslimum varla vært. Myndirðu vilja vera trúrækinn múslimi í smábæ í Texas? Þar að auki skil ég ekki alveg þessa réttlætingu: Við skulum ekki leyfa þeim að byggja moskur "vegna þess að þeir leyfa okkur ekki að byggja kirkjur (og eru villutrúarmenn og hryðjuverkamenn og kúga konur)" - og hinum megin á hnettinum bloggar múslimi um að banna eigi kirkjur "vegna þess að þeir leyfa okkur ekki að byggja moskur (og eru villutrúarmenn og hryðjuverkamenn og leyfa konum að klæða sig eins og hórur)".
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 1.2.2011 kl. 18:40
Í fyrsta lagi þessi samlíking að líkja mínipilsi kvenna saman við búrkur er alveg út úr kú ! Hver er að tala um klæðnað kvenna almennt sem slíkan? Ég er að tala um hætturnr sem geta fylgt þessum klæðnaði að gefnum tilefnum! Það hafa verið framdar svona árásir af fólki klæddum svona fatnaði. Varðandi mínipilsin sést nú yfirleitt framan i þær konur sem klæðast þeim fatnaði og séu mér vitanlega ekki ógn við almannaöryggi almennt og þvert á móti sýna frelsi þeirra kvenna sem þess njóta að geta klætt sig þannig! en því er svo sannarlega ekki til að dreifa með búrkukonum, þær yrðu sennilega grýttar eða sýru-legnar ef þær fremdu slíkan gjörning, flestar þær konur er klæðast slíkum felubúning gera það sjálfviljugar held ég. Mér er slétt sama hvaðan þú færð þínar heimildir en þetta eru mínar skoðanir! og það er svo sannarlega gott að geta viðrað þær í frjálsu landi og vil ég áfram búa við það að sjá sem flestar konur hafa það áfram hér , án tilits til þjóðaruppruna , Engin manneskja á að þurfa að búa við það að þurfa að hylja andlit sitt né hár vegna valdníðslu annarra! Gangi þér samt vel Tinna með þínar fínu heimildir, betra er að hafa þetta nákvæmt. Ég hugsa að ég hefði kannski átt að kynna mér almennt meira um Íran en ég gerði þarna en mér er svo slétt sama nokkuð um einhverjar tölur , það sem ég er að tala um eru almenn mannréttindi og virðing konum til handa sem tvímælalaust er af afar fátæklegum skammti í þessum ofangreindu löndum. Svona öfgaflutningur eins og mér finnst koma fram af þinnar hálfu Tinna er einmitt það sem truflar allar friðar og jafnréttishugmyndir yfirleitt í þessum heimi okkar, engin jöfn sjónarmið heldur bla, bla bla , ég veit betur en þú osfr. osfr.
guðrún (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 01:07
Er ég öfgamaðurinn hérna? Hvor okkar vill banna konum að klæða sig eins og þær vilja? Hvor okkar vill banna löglegu trúfélagi að byggja sér bænahús?
Það er nú þegar ólöglegt að kúga konur, Guðrún, það skiptir ekki máli hvort konan er kúguð til að halda sig inni á heimilinu eða ganga í ákveðnum fötum. Eins er hatursáróður ólöglegur og skiptir ekki máli hvort hann er stundaður í mosku eða annars staðar.
Konur ættu að mega klæða sig eins og þær vilja, hvort sem þær vilja ganga í minipilsi eða búrku.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 2.2.2011 kl. 11:38
Það eru þekkt tilfelli hérna í Noregi að konur séu þvingaðar til að vera í búrkum og þá spilar þar inn stórt hlutverk á að leyfa konum að velja sjálfar hvort þær vilji og ýta þá undir að þær séu þvingaðar til að vera í búrkum.
Theo van gogh var listamaður sem sýndi video af múslamskri konu sem faldi sár sín undir búrku til að vísa fram á það ofbeldi sem fer fram fyrir luktum tjöldum. Hann var svo drepinn af múslima úti á götu.
Módelið fer huldu höfði sjálf var/er hún múslimi sem vildi sýna þá niðurlægingu og ofbeldi sem tengdust trúnni og gátu falist undir búrku. Við skulum passa okkur á því að segja að allir múslimar eru svona því það eru þeir ekki. Íslamistar eru þarna verstir en það eru ekki allir múslimar íslamistar.
Það hefur svo einnig komið fram að sú trú sem verður hvað harðast úti er kristin trú og þá mest af múhammeðstrúarfólki en við getum ekki gleymt því hvernig kristin trú var gegn öðrum trúm hér áður fyrr og hvað þá nornaveiðarnar.
Þannig að nú er spurningin. Á að leyfa þetta búrku í íslensku þjóðfélagi sem getur valdið frelsisskerðingu konunar og jafnframt tekið af henni það frelsi til að velja það að ganga í henni sjálfviljug? Ég segi já en það er mín skoðun að sjálfsögðu og gerð útfrá því sjónarmiði að hún geti ekki verið þvinguð til að vera í einhverju sem hún vill ekki vera í.
Með þessu banni er verið að koma í veg fyrir að þriðji aðili hagnist á ástandi konunnar og að hagnast gæti flokkast sem og að fela marbletti eins og módelið var að vísa fram á.
Þórir Breiðfjörð Kristinsson (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 13:18
Takk fyrir innleggið, þórir. Hófstillt og vandað.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.2.2011 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.