Jón Ólafsson, sagnfræðingur, fær háðuglega útreið í hinni afar vönduðu og merkilegu bók Þórs Whitrheads, "Sovét-Ísland, óskalandið".
Á bloggsíðu sinni, http://www.jonolafs.bifrost.is/ reynir Jón auðvitað að bera í bætifláka fyrir umdeild vinnubrögð sín og það er eðlilegt, enda starfs og fræðimannsheiður hans í veði.
Ég setti inn athugasemd á þetta blogg hans, sem ég afrita hér inn á bloggsíðu mína:
Ef einhver hefur verið rassskelltur, er það Jón Ólafsson, með ónákvæmum vinnubrögðum sínum.(svo vægt sé til orða tekið)
Reyndar er það svo, að það er ekki hvað Jón segir og skrifar, heldur hitt, hverju hann kýs að sleppa.
Á bloggi Egils Helgasonar (um gagnrýni Jóns á Þór) eru á fjórða tug athugasemda frá fólki sem ekki hefur lesið bók Þórs Whiteheads, en tekur gagnrýnislaust undir ámáttlega réttlætingu hans (Jóns Ólafssonar) um forkastanleg vinnubrögð sín. Í þessum pistli segir Jón Ólafsson:
Segjum að námi í íslenskum menntaskóla væri lýst sem þjálfun í íþróttum og vélritun. Það er ekki ólíklegt að maður hefði tilhneigingu til að leiðrétta slíka fullyrðingu, jafnvel halda því fram að menntaskólanám á Íslandi væri alls ekki þjálfun í íþróttum og vélritun heldur fyrst og fremst bóklegt nám í nokkrum kjarnagreinum.
Þetta er verulega aum samlíking og ég kalla hana hreinlega heimskulega.
Þór Whitehead greinir frá ÖLLUM kúrsum sem íslenskir komúnistar tóku í byltingarskólum í Moskvu, en sleppir ekki úr eftir hentugleikum. Á bls. 93 í bók Þórs, segir eftirfarandi:
Kennslustundir í Lenínskólanum 1933-1934 skiptust svo:
Hagfræðikenning kommúnismans, saga Kommúnistaflokks Sovétríkjanna og Lenínismi, 260 stundir hver grein. Saga Kominterns og kommúnistaflokks heimalandsins, 232 stundir, alls 1012 stundir. Námsþátturinn; skipulagning flokksstarfs krafðist 161 stundar, þar af 40 stundir í neðanjarðarstarf. Skipulagsstarf, þ.e. bókleg herfræði, skotfimi og meðferð vopna, 110 stundir. Verkalýðsstarf, 85 stundir.
. Jón Ólafsson hefur fullyrt um þetta skyldunám íslenskra og annarra Lenínskólanema að engar heimildir hefðu fundist um neðanjarðarstarfsemi eða þjálfun íslenskra kommúnista til slíkra verka
Helstu fræðimenn á Norðurlöndum [samanb. doktorsritgerð sem Þór vitnar í] hafa birt heimildir um skyldunám og þjálfun í neðanjarðarstarfsemi. Þær heimildir eru opnar öllum sem vilja lesa þær, en Jón Ólafsson kýs að breiða yfir þennan þátt, hylja hann og afneita honum.
Byltingarskólarnir gættu strangrar leyndar um starfsemi sína og nemendur máttu hvorki greina flokksfélögum sínum, né nánustu vandamönnum, frá námi sínu. Þeir áttu að gefa falskar skýringar á brotthvarfi sínu frá heimahögum. Í bréfi frá Komintern til KFÍ, segir:
Þið eruð ábyrgir fyrir því að þið fylgið þessum skilmálum stranglega.
Á bls. 156 í bók Þórs Whiteheads segir neðanmáls:
Jón Ólafsson fullyrðir: Meira að segja á róttækasta tímibili Kominterns, þegar íslensku kommúnistunum var uppálagt að kalla Alþýðuflokksmenn sósíalfasista, fól línan engan vegin í sér að beitt skyldi ofbeldi. Jón segist alls EKKERT hafa fundið í skjalarannsóknum í Moskvu um kerfisbundið ofbeldi í boðskiptum í boðskiptum Kominterns og og íslenskra kommúnista. Nú hafði jón sannarlega aðgang að ofangreindu bréfi framkvæmdanefndar Kominterns, þar sem hún vítti flokkinn fyrir frávik frá línu sinni með því að ráðast ekki á lögregluna og virða lög og fyrirmæli lögreglustjóra um leið og nefndin fyrirskipaði flokksforystunni að herða byltingarbaráttuna. Jón kaus hins vegar að leiða þessi fyrirmæli hjá sér, þó að víturnar sýni ótvírætt að yfirboðarar KFÍ í Moskvu, kröfðust þess að kommúnistar beittu hér mun harðara ofbeldi en þeir höfðu gert til þessa - kerfisbundnu, skipulögðu ofbeldi. (Jón Ólafsson: Kommúnistar og stjórnskipulagið, Lesbók Morgunblaðsins 18. nóv. 2006).
Þess má geta að þessi boðskipti milli Kominterns og KFÍ, áttu sér stað áður en þriðji Gúttóslagurinn (og sá alvarlegasti) árið 1932 átti sér stað, en þá örkumluðust a.m.k. tveir lögregluþjónar og 20 af 28 lögregluþjónum Reykjavíkur á þessum tíma, voru ófærir til vinnu á eftir, til lengri eða skemmri tíma. Greinilegt er að kommúnistar á Íslandi tóku ábendingum yfirvaldsins í Moskvu, af fullri alvöru.
Eftir þá útreið sem Jón Ólafsson fær í bók Þórs Whiteheads, Sovét-Ísland, óskalandið, er ekki óeðlilegt að hann reyna að bera í bætifláka fyrir sjálfan sig. En orðspor hans sem og sagnfræðings verður auðvitað aldrei bætt. Það hlýtur hver maður að sjá.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.