Það var frétt í DV um daginn, undir fyrirsögninni; "Horfði á fimm ára barn í korter og úrskurðaði það ofvirkt", sjá: HÉR
Athugasemdirnar frá lesendum blaðsins eru allt að því óhugnanlegar, þ.e. þeirra sem fordæma að veikum börnum séu gefin lyf. Og að vitna í föður sex ára gamals barn, með ofangreindir fyrirsögn, er auðvitað ekki til þess fallið að upplýsa almenning um hvernig þessi mál eru alla jafnan meðhöndluð á Íslandi.
Ísland á víst heimsmetið í notkun rítalíns og sjálfsagt mál að rannsaka það. Fyrir þessu geta legið margar skýringar og ein af þeim er ekki endilega sú vinsælasta; að börnum sé gefið lyfið ótæpilega, vegna þess að læknum dettur ekkert annað betra í hug.
En dettur engum í hug að greining og meðferð á ADHD (ofvirkni með athyglisbresti) meðal skólabarna á Íslandi, sé betri og skilvirkari hér en annars staðar? Hefur það verið rannsakað hvort fullorðnir fíkniefnaneytendur sæki meira í rítalín hér en annarsstaðar? Hugsanlega með þægilegu aðgengi í lyfið í gegnum börn sín? Svo eru til læknar sem ávísa efnum á fullorðið fólk og fara jafnvel á svig við lög í þeim efnnum. Það þarf ekki marga slíka lækna í okkar fámenna landi, til þess að skekkja stöðu mála í samanburði við önnur lönd. Í fjölmennum borgum erlendis, er framboð af allskyns efnum mun meira en á Íslandi. Dópistarnir þar þurfa ekki að "þekkja" lækni til að fá "fixið".
Ef börn greinast með ADHD, en alvarleiki sjúkdómsins er mjög mismikill, þá er það ekki gert með því að "horfa á barnið í korter", eins og segir í DV fyrirsögninni, það er órafjarri lagi.
Oft eru foreldrum gefin ýmis ráð varðandi meðhöndlun sjúkdómsins, s.s. sérstakt mataræði, hreyfing o.þ.h. en svo virðist sem að ekki séu allir foreldrar tilbúnir í slíka "vinnu". Hvort það er sér-íslenskt fyrirbrigði, að foreldrar hafa ekki tíma fyrir börnin sín, veit ég ekki, en hafa ber í huga að meðal vinnutími á Íslandi er lengri en víðast annarsstaðar. Stundum mæla læknar með lyfjagjöf, en þó er það ekki svo, að börn séu sett á lyf án samráðs við foreldrana nema í algjörum undantekningartilvikum, t.d. ef barnið er hættulegt sjálfu sér og umhverfi sínu.
Oft heyrist fólk gagnrýna skólakerfið vegna mála af þessu tagi. Þeir skólar sem ég þekki til, gera það sem til er ætlast af þeim... og stundum meira en það. Fyrir fólk sem ekki hefur tíma fyrir börnin sín sem eiga í erfiðleikum, getur verið afskaplega þægilegt að kenna skóla og heilbrigðiskerfinu um.
Skar bekkjarbróður sinn á háls í frímínútum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Heilbrigðismál | 26.1.2011 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 946101
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Stjórnsýsla Reykjavíkur á sviði mannvirkjagerðar er í molum
- Útlend stofnun ræðst inn
- Að hlusta á þjóðina
- Taylor Swift er hugsanlega Stórfótur
- Vanstilling SFS
- Farið í kringum loforðið
- Ranghugmynd dagsins - 20250108
- Grænlendingar hitta Trump jr.
- Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Missti heimilið í þriðja sinn í eldsvoða
- Neitaði að yfirgefa mathöll í borginni
- Fjögurra og þriggja bíla árekstrar
- Þrír sækja um stöðu forseta félagsvísindasviðs HÍ
- Fimm ára dómur: Þú ert ekki að fara að deyja á minni vakt
- Telja eldinn hafa komið frá ólöglegri kamínu
- Hnífamaður áfram í haldi
- Fullnægi ekki skilyrðum stjórnmálaflokks
- Ökumaðurinn ákærður fyrir manndráp af gáleysi
- Flame fór halloka fyrir héraðsdómi
Athugasemdir
Lyfjagjöf er nauðsynleg í mörgum tilfellum.. Við gerum ekki lítið úr sjúkdómum barna og þeirri nauðsyn á að þau verði mörg hver að þiggja lyf við þeim. Í minni fjölskyldu er töluvert um ADHD og ADD greiningar. Það sem ég hef persónulega útá að setja er þegar foreldrar þiggja lyf fyrir börnin sín án þess að hafa reynt önnur úrræði sem eru í boði, því þeim fylgir mikil vinna og álag á foreldra fyrst um sinn en fólk þiggur pillu fyrir börnin en sinna ekki barninu sjálfu á annan hátt en með lyfjagjöf, það þarf mjög stífan ramma utan um þessa einstaklinga sem margir foreldrar fylgja ekki eftir, það eru vissulega tilfelli að börn þurfa lyf STRAX en einnig eru tilfelli þar sem reynst hefur sannað að börn þurfa ekki lyf sem mælt var með af læknum heldur þennan "stífa ramma" og mikla vinnu foreldra. Það dugir þó ekki í öllum tilfellum og börnunum er það nauðsynlegt að vera á lyfjum.
Einnig vantar uppá eftirfylgni af hálfu þeirra lækna sem skrifa uppá þessi lyf. Mér þætti eðlilegast að þegar börn eru sett á lyf eins og Ritalin að þau væru kölluð inn með vissu millibili til athugunar, ekki bara endurnýjað lysseðla ár eftir ár án þess að skoðun á viðkomandi sjúkling fari fram.
Guðný Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 19:51
Sammála Guðný.
En í þeim skólum sem ég þekki til, er eftirfylgnin ágæt. Hjúkrunarfræðingur sér um að skoða líkama krakkanna, því stundum fylgja aukaverkanir lyfjagjöfum. Umsjónarkennari fyllir reglulega út (eftir beiðni læknis) spurningalista og geðlæknirinn skoðar viðkomandi sjúkling einnig reglulega.
-
Fyrst og fremst eru það foreldrar viðkomandi sjúklings, sem eiga að sjá til þess að eftirfylgnin sé nægileg. Ég er hræddur um að þar sé víða pottur brotinn.
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.1.2011 kl. 22:51
http://www.youtube.com/watch?v=Wv49RFo1ckQ
Magnús Sigurðsson, 27.1.2011 kl. 00:02
Magnús, þetta myndband er byggt á fáfræði og grunnhyggni.
Meirihluti þeirra krakka sem greindir eru með t.d. ADHD, hafa mjög lítil lífsgæði og rannsóknir hafa sýnt að án faglegrar meðhöndlunar (og þá er ég ekki bara að tala um lyfjameðhöndlun), aukast líkur á því að viðkomandi muni eiga við margvíslega félagslega erfiðleika að stríða síðar á ævinni, t.d misnotkun á áfengi og vímuefnum, brotna sjálfsmynd o.fl.
-
Meirihluti fólks "vex upp úr" þeim vandamálum sem fylgja sjúkdómnum, þ.e. að þessi röskun hefur tilhneigingu minnka og jafnvel hverfa með aldrinum. En á grunnskólaaldri hafa þessir krakkar ekki þroska til að takast á við vandamál sín. Það getur haft alverleg áhrif á þau á þessum viðkvæmu mótunarárum manneskjunnar.
Þessir krakkar eru að öðru leyti ekkert öðruvísi en annað fólk og það getur orðið að því sem það vill, eins og sýnt er í myndbandinu. Sjúkdómurinn fer ekki í manngreiningarálit.
-
Við vitum það öll að læknar eru ekki óskeikulir og hægt er að finna mörg dæmi um ranga meðhöndlun og rangar lyfjagjafir, en það er ekki bara bundið við geðlækningar. Ekki er uppskurðum hætt vegna stöku misheppnaðra aðgerða, er það?
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.1.2011 kl. 01:34
Sæll Gunnar, þetta snýst nú eftir sem áður meira um umhyggju og virðingu fyrir einstaklingnum eins og hann er, frekar en um greiningar og töflur í glasi. Ekki síst þegar börn eru annarra vegar.
Ég er ekki frá því að það megi greina þann boðskap á myndbandinu ef vel er að gáð.
Magnús Sigurðsson, 27.1.2011 kl. 09:13
Ég er að fjalla um ágæti þess að börnin fái meðhöndlun við veikindum sínum, með eða án lyfja. Boðskapur myndbandsins er:
"Leave them kids alone"
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.1.2011 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.