Það var gott hjá Guðmundi að stugga við leikmanni Spánverja, sem hrinti honum fruntalega aftanfrá. Hvað annað gat hann gert? Spánverjinn var kominn inn á lögbundið svæði þjálfara og varamanna og átti ekkert með að ryðjast þar inn, með þeim afleiðingum að Guðmundur steyptist fram fyrir sig og á varamannabekkinn. Hin eðlilegu viðbrögð Guðmundar, kostuðu íslenska liðið, mann útaf í tvær mínútur. "Salómonsdómur" hefði e.t.v. verið maður úr hvoru liði útaf, en meira að segja það, hefði verið frekar ósanngjarnt.
Nú verða Íslendingar, líkt og allar aðrar þjóðir á þessu heimsmeistaramóti, (nema sigurvergarinn) að heyja baráttu um þáttökurétt á Ólympíuleikunum í London, árið 2012. Það er verðugt verkefni og afburðarárangur í hópíþrótt. Látum vera að nefna höfðatöluna.
Hvert einasta stórmót í íþróttum, veldur mörgum framúrskarandi íþróttamanninum, sárum vonbrigðum. Í þessu móti, voru það leikmenn Þýskalands, Króatíu, Íslands, Serbíu, Póllands og Noregs , sem gerðu sér einna mestar vonir um að komast í undanúrslit keppninnar.
En á meðan leikmenn þessara þjóða syrgja örlög sín, fagna frændur vorir, hinir norrænu víkingar í Skandinavíu, ásamt Frökkum og Spánverjum.
Króatar komu mér á óvart með slöppum leik. Svo virðist sem Balic sé útbrunninn og lítið sé eftir af þeim snillingi, annað en frekja og stjörnustælar. Hversu lengi er hægt að lifa á fornri frægð?
Ivano Balic á rassinum
Einkennandi fyrir þennan fyrrum besta handboltamann heims, á HM 2011.
Frakkar eru líklegir til að verja titil sinn, en engri þjóð hefur tekist það síðan Rúmenar vörðu titil sinn árið 1974. Þá var heimsmeistarakeppnin haldin á fjögurra ára fresti, og því voru þeir heimsmeistarar samfleytt í 8 ár, frá 1970-1978
Svíar eru ekki verðugir í undanúrslit að mínu mati. Bæði Þjóðverjar og Spánverjar, eru mun sterkari lið og jafnvel Íslendingar einnig.
Guðmundi hljóp kapp í kinn (myndband) | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Tíska : KENZO fagnar Lunar New Year
- Hvað Kallast Friður og Sátt?
- Af dægurmetauppskeru (að mestu endurtekið efni)
- Æj hvað þetta er orðið þreytt er ekki komin tími til að loka á þessa vitleysu?
- Fjölmiðill fæðist!
- Bæn dagsins...
- Trömp er lentur - næst kaupir hann Ísland
- Helreið Bjarna Benediktssonar með Sjálfstæðisflokkinn loks lokið
- Mun heilbrigðisráðherra skipa Landlækni sem felur hennar spor.
- Barátta milli barnanauðgara og hægri-öfgamanna stendur yfir um allan heim
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.