Ég hef fylgst með pólitík í rúm 30 ár og hef aldrei orðið vitni að öðrum eins hroka og yfirlæti stjórnarþingmanna, gagnvart fréttamönnum og núverandi stjórnarþingmenn hafa sýnt að undanförnu. Ítrekað neita þeir að svara fréttamönnum og labba snúðugir á braut.
Ögmundur jónasson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld eitthvað á þessa leið: Afhverju spyrjið þið ekki að einhverju öðru sem skipti máli. Ég hélt satt að segja að stjórnmálamenn veldu ekki sjálfir, hvers þær væru spurðir. Þetta er sjálfsagt hið "Nýja Ísland".
Lára Hanna Einarsdóttir, "ofurbloggari", eins og hún er kölluð, birti frægt myndband, sem sýndi Geir Haarde á þennan hátt, þ.e. pirraðan og strunsa burt frá fréttamönnum. Hluti þess myndbands var upptaka án vitundar Geirs. Það var svo G. Pétur Matthíasson, fyrrverandi fréttamaður RUV, sem tók upptökuna ófrjálsri hendi, m.ö.o. stal hann efni frá fyrrum vinnuveitanda sínum, sem Lára Hanna notaði svo á bloggsíðu sinni.
Svo alvarlegt þótti athæfi G. Péturs, að útvarpsstjóri sendi starfsfólki sjónvarpsins bréf, dags. 25. nóv. 2008, en þar sagði m.a.:
"Nú hefur það því miður gerst að fyrrverandi fréttamaður RÚV hefur tekið ófrjálsri hendi upptöku sem hann sjálfur taldi ekki ástæðu til að nota á sínum tíma en frumbirtir nú á bloggsíðu sinni löngu síðar, - jafnvel bút þar sem augljóst má vera að viðmælandinn vissi ekki að upptaka væri í gangi."
Hvers vegna G. Pétur Matthíasson sætti ekki opinberri ákæru fyrir verknaðinn, er mér hulin ráðgáta. . Enn fremur segir í bréfinu:
Þetta er að mínu viti svo ómerkileg og óheiðarleg framganga að ekki verður við unað, - fyrir nú utan að brjóta á ýmsum hagsmunum RÚV, þ.m.t. eignarrétti og höfundarrétti. Ég hef því ákveðið að gefa viðkomandi sólarhrings frest til að skila þeim gögnum sem hann tók í heimildarleysi frá Ríkisútvarpinu og biðjast opinberlega afsökunar á framferði sínu. Að öðrum kosti verður málið afhent lögmanni RÚV til meðferðar.
Lára Hanna þarf ekki að leita fanga hjá þjófi til að skeyta saman myndbandi af dónalegum stjórnmálamönnum, eins og hún gerði þegar hún fékk efni frá G. Pétri Matthíassyni. Hún þarf bara að ýta á "Rec"þegar viðtöl birtast í ljósvakamiðlunum, við Jóhönnu Sig, Steingrím, Ögmund... ah, ég nenni ekki að telja upp allt þing og ráðherralið ríkisstjórnarinnar.
Þingflokksfundi VG lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 10.1.2011 (breytt kl. 23:43) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
Athugasemdir
Vonlaust lið sem er að stjórna hér á klakanum! Lilja, Atli og Ásmundur eru að reyna sporna gegn því sem setti landið á hliðina hvað varðar stjórnmál það er að segja flokksræðið og foringjaræðið.
Sigurður Haraldsson, 11.1.2011 kl. 04:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.