Ísland hefur forskot á flest önnur lönd í heiminum hvað varðar möguleika til atvinnusköpunar og bættra lífskjara, sérstaklega á tímum þrenginga og samdráttar. Við sitjum nefnilega, í bókstaflegri merkingu, á "Gullegginu" sjálfu sem er móðir náttúra, í öllu sínu magnaðasta veldi.
Ég segi í fyrirsögninni "Já, ef við nýtum náttúruauðlindirnar".
Mönnum greinir hins vegar á um hvernig beri að nýta auðlindir náttúrunnar. Ég er ekki að tala um kvótakerfið, heldur landið sjálft; náttúruna m.t.t ferðamanna, fallvötnin og jarðvarmann.
Umræðan um þessi mál verður oft yfirdrifin og fólki er skipt umsvifalaust í tvo flokka:
- Þeir sem öllu fórna í náttúrunni og hafa mottóið; "allt er falt fyrir aurinn".
- Þeir sem helst allt vilja vernda og helst engu við hrófla.
En sennilega er rúmlega 90% fólks í hvorugum flokknum.
Ef við tökum "allt er falt fyrir aurinn" hópinn, þá á hann sér engan opinberann talsmann og enginn fjölmiðill hefur birt svo mikið sem eina grein, hvorki undir nafni né dulnefni, sem talar máli þessa hóps. Auðvitað eiga allar framkvæmdir sér stuðningsmenn, en þeir nota ekki "allt er falt fyrir aurinn" rökin, a.m.k. hef ég hvergi séð það.
Hinn hópurinn á sér nafngreinda talsmenn í hverju einasta máli, ef það á að hrófla við einhverju í náttúrunni. Þessir talsmenn hafa að því er virðist, ótakmarkaðan aðgang að fjölmiðlum og segja gjarnan að;
- fyrirhugaðar framkvæmdir sé glæpur gegn ófæddum kynslóðum
- að náttúran á viðkomandi framkvæmdasvæði sé einstök (yfirleitt á heimsvísu)
- að áhrifasvæði framkvæmdanna (t.d. sjónmengun) nái yfir gríðarstórt svæði og skemmi heildarmyndina og víðernið.
- að hafa megi efnahagslegan ávinning af viðkomandi svæði, með því að "gera eitthvað annað".
Þeir eru nokkrir frasarnir í viðbót, en læt þetta nægja. Fólk sem er fylgjandi framkvæmdum, verður varla sakað um að tilheyra fyrri hópnum, nema það beinlínis noti sem rök; "allt er falt fyrir aurinn". En ef þetta fólk fær ekki á sig einhvern "umhverfissóðastimpil", þá fær það a.m.k. siðferðilega predikun frá fólki sem sér dýrðina í "réttu ljósi" og reynir að koma fyrir það vitinu.
Það getur verið sérlega súrt í broti þegar ekkert má gera, þegar um sjálfsögð framfaramál er að ræða, eins og t.d. í samgöngumálum og reyndar mörgu fleiru. Nýlegt dæmi um svona mál var fyrirhuguð vegagerð í gegnum kjarr á sunnanverðum Vestfjörðum. Kjarrið, lífríki þess og vistfræðilegt gildi þótti of verðmætt til að fórna því fyrir öruggari veg og styttingu leiða.
Annað dæmi frá Vestfjörðum en töluvert eldra, er brúar og veglagningin yfir Gilsfjörð. Málið vakti töluverða athygli á sínum tíma. Þeirri vegagerð var mótmælt kröftuglega og m.a. lögðust alskyns "fræðingar" eindregið gegn framkvæmdinni á þeirri forsendu að einstakt líf og vistkerfi Gilsfjarðar væri í umtalsverðri hættu. Í það skiftið urðu "verndarsinnarnir" að láta í minni pokann. Vistkerfi fjarðarins var vaktað (og er enn, að ég held) og fyrir nokkrum árum kom út skýrsla um niðurstöður vöktunarinnar. Hún sýndi fram á lífríki fjarðarins hafði aukist !!
"Fræðingarnir" reiknuðu dæmið skakkt. Engum dettur í hug að draga þá til ábyrgðar í dag. Engin man lengur hvað þeir heita þessir menn, enda málið fyrnt.
Ísland á meiri möguleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | 17.12.2010 (breytt kl. 17:13) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 946101
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Stjórnsýsla Reykjavíkur á sviði mannvirkjagerðar er í molum
- Útlend stofnun ræðst inn
- Að hlusta á þjóðina
- Taylor Swift er hugsanlega Stórfótur
- Vanstilling SFS
- Farið í kringum loforðið
- Ranghugmynd dagsins - 20250108
- Grænlendingar hitta Trump jr.
- Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Missti heimilið í þriðja sinn í eldsvoða
- Neitaði að yfirgefa mathöll í borginni
- Fjögurra og þriggja bíla árekstrar
- Þrír sækja um stöðu forseta félagsvísindasviðs HÍ
- Fimm ára dómur: Þú ert ekki að fara að deyja á minni vakt
- Telja eldinn hafa komið frá ólöglegri kamínu
- Hnífamaður áfram í haldi
- Fullnægi ekki skilyrðum stjórnmálaflokks
- Ökumaðurinn ákærður fyrir manndráp af gáleysi
- Flame fór halloka fyrir héraðsdómi
Erlent
- Minnst tveir látnir í eldunum
- Boðar til fundar vegna hugmynda Trumps
- Skoða verði ummæli Trumps af alvöru
- Frægir flýja gróðureldana í LA
- Grænlandstaka Trumps afgreidd sem rugl
- Myndskeið: Engin leið að ná tökum á eldunum
- Tala látinna komin upp í 126
- Munu ekki leyfa árásir á aðildarríki
- Carter lagður í þinghúsið
- Hvetja Íslendinga til að fylgja tilmælum
Viðskipti
- Framtakssjóðurinn SÍA IV kaupir meirihluta í ISNIC
- Kaupréttarkerfin mikilvæg
- Fjölga starfsfólki á nýju ári
- Play semur um flugfrakt
- Vogunarsjóðir sáttir við árið
- Nýsköpunarstyrkir skili sér til baka
- Vöruviðskipti óhagstæð um 46,7 milljarða
- Höldum lýðnum uppteknum
- Uppfærsla innan MSCI ólíkleg á þessu ári
- ESA gerði húsleit víðar en hjá Skel
Athugasemdir
Flottur pistill.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 17.12.2010 kl. 15:07
Takk
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.12.2010 kl. 15:18
Öfgafullur að vanda, enda hlutdrægur einstrengislegur og Sjálfhælismaður.
HStef (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.