Þetta er nú sérdeilis vitlaus hugmynd hjá þessum blessuðu fjórtánmenningum. Það er ekkert vandamál við það að rísa árla úr rekkju og mættu Íslendingar frekar taka sig á í þeim efnum en hitt.
Má ég frekar biðja um "lengri dag" eftir vinnu, en ekki á meðan ég er í vinnunni. Þá getur fólk notið kvöldsólarinnar lengur á sumrin og borðað jafnvel kvöldmatinn úti. Víða í fjörðum og dölum fara fjöllin að skyggja á sólina um kvöldmatarleitið svo það væri út í hött að stytta daginn í þann endann.
Þessari bölvuðu vitleysu má alls ekki hleypa í gegnum þingið.
Miðnætursól við Faxaflóa, Snæfellsjökull í baksýn. Myndin er tekin úr Laugarnesinu.
Vilja seinka klukkunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 14.12.2010 (breytt kl. 17:33) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 5
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 946107
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Kolefnisgjald
- Trump veldur uppnámi á Grænlandi
- Lítum ekki undan. Horfumst í augu við staðreyndir.
- Viltu launahækkun? Færðu lögheimilið!
- Búið að ræna grænu skátastelpunum- höldum þessu leyndu
- Nýr utanríkisráðherra bregður sér af bæ
- Trump, Grænland og Viðreisnarógæfa Íslands
- Hvað næst?
- Vinaþjóðir eiga í hlut
- Bæn dagsins...
Athugasemdir
sammála lengri dag eftir vinnu - þá geta fleiri notið
betra vakna fyrr og eiga afgang seinnipart og kvöld
Jón Snæbjörnsson, 14.12.2010 kl. 18:32
Sammála þessu. Flestir þurfa að rísa úr rekkju um sjöleytið. Í skammdeginu mundi það engu breyta þótt það væri klukkan átta; heldur ekki níu og jafnvel ekki kl. 10. Það er alveg sama myrkrið. Það munar reyndar um þetta þegar kemur fram í mars, en þá er nú stutt í birtuna hvort eð er.
Halldór Sverrisson, 14.12.2010 kl. 19:42
Ég veit í Bandaríkjunum var tímanum seinkað í skammdeginu á veturna (1/2) í öryggisskyni fyrir þegnana. Hugsað þannig að þeir yrðu síður að fara út, í skóla eða vinnu, í myrkri.
Elle_, 14.12.2010 kl. 23:37
Það er ekkert vandamál við það að rísa árla úr rekkju. Segir þú.
Þarna verð ég að vera þér ósammála. Að mínu mati mætti klukkan hér á landi fara nær hnattstöðu en hentugleik. Ég á persónulega mjög bágt með að mæta einhvers staðar klukkan 8 að morgni. Sé tekið mið af hnattstöðu er það nefnilega klukkan hálf 7.
Nú mun eflaust einhver kalla mig bölvaðan aumingja og svefnpurrku, en það verður að hafa það og ég tek þessarri þingsályktunartillögu fagnandi.
Hrafnhildur Þórólfsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 00:28
Það er verið að vísa í vægast sagt mjög óljósar rannsóknir, a.m.k. gat Robert Marshall ekki bent á samanburðarrannsóknir, eins og Vilhjálmur Egilsson benti á í Kastljósinu í kvöld.
-
Unglingar eru sagðir viðkvæmari fyrir þessu en fullorðnir. Ég mæli þá með að skólar hefjist ekki fyrr en kl. 09.00. Þessir krakkar eru hvort eð er farnir að slæpast suma daga fljótlega upp úr hádegi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.12.2010 kl. 00:42
Ég er hjartanlega sammála Gunnari. Það er miklu betra og hollara fyrir sálina að hafa birtu eftir vinnu.
Það hefur verið vitnað til þess að nemendur séu syfjaðir í fyrsta tíma á morgnana. Hvers vegna ætli það sé? Það er einfaldlega vegna þess að þeir fara seint að sofa. Mun það breytast? Nei, auðvitað ekki. Nemendur munu einfaldlega fara klukkutíma seinna að sofa verði klukkunni seinkað og verða því jafn syfjuð.
Á morgnana gæti það skipt einhverju máli í stuttan tíma vor og haust ef klukkunni verður breytt, en það tímabil stendur mjög stutt yfir því nærri jafndægrum á vori og hausti breytist lengd þess tíma sem dagsbirtu nýtur mjög hratt. Þetta eru því sárafáar vikur á ári sem þetta gæti skipt einhverja máli.
Ágúst H Bjarnason, 15.12.2010 kl. 06:45
Sammála þér Gunnar.. Þetta kemur til með að klípa af þeim tíma, sem við ,sem búum í þröngum fjörðum, höfum í sólinni. Frekar ætti að flýta um 2 tíma. Þá höfum við lengri tíma í frítímanum í björtu og sól t.d. yfir sumarið. Svo held ég nú að þetta með blessuð börnin að vakana í myrkri sé nú bara þvæla. Þau ættu þá ekkert að sofa í byrtunni á sumrin. Við erum fædd inn í þessar aðstæður og lífsklukka okkar er stilt með þetta í huga. Ég tel nú frekar að börn fari bara allt of seint að sofa nú til dags, og nái því ekki þeim svefni sem þau þurfa, heldur en að morgunmyrkrið sé að plaga þau.
Hilmar Pálsson (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 08:34
Auðvitað eigum við að hafa klukkuna eftir rauntíma en það er síðan samfélagsins og hvers og eins hvernig sólarhringurinn er skipulagður og nýttur
Júlíus Guðni Antonsson, 15.12.2010 kl. 08:59
Hver er nú bjáninn hér? Lítið á hvernig birtan er á hnettinum okkar eftir sóltíma og árstíð og þá er ég ekki í vafa um að menn hætta að vera bjánar og sameinast um að stilla staðaltíma sem næst sóltíma. Svo geta þeir sem vilja verið á sínu næturprjáli eða leikið sér í golfi og grilli á miðjum vinnudegi eftir sínum hentugleika án þess að öll þjóðin þurfi að breyta klukkunni sinni eftir þeirra sérvisku. Villi beitir rökum sem eru haldlaus þar sem hann ber saman lönd sem hafa sama staðaltíma yfir nokkur tímabelti eru sunnar á hnettinum og slíkt breytir nefnilega heilmiklu (sjá aftur hvernig sólarljósið varpast á hnöttin eftir sóltíma og árstíðum).
Örn Gunnlaugsson, 15.12.2010 kl. 09:12
Sammála þér Gunnar.
Þessi hugmynd nokkurra þingmanna er arfavitlaus og ættu þeir að draga hana til baka enda þingið mjög upptekið að leysa önnur krefjandi mál.
Hvernig væri að taka upp sveigjanlegri vinnutíma? Þá gætu næturhrafnarnir mætt þess vegna um undir hádegi í vinnu og drattast heim þegar margir eru að undirbúa sig að taka á sig náðir á kvöldin.
Það er ekki hægt að sveigja allt samfélagið eftir einhverjum séróskum einhverra. Það væri þokkalegt eða hitt þó heldur ef hver hefði sína klukku stillta eftir behag.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 15.12.2010 kl. 11:44
Svo er líka annað... ef klukkunni verður seinkað, þá verður komið myrkur uppúr þrjú á daginn, í svartasta skammdeginu.
-
Guðmundur Steingrímsson, einn flutningsmanna tillögunnar, sagði í sjónvarpsfréttum í gær að flestir Íslendingar könnuðust við að hafa verið grútsyfjaðir, sem börn og unglingar í skóla og lítið getað einbeitt sér í fyrstu einum til tveimur tímunum. Steingrímur kenndi myrkrinu á morgnanna um og nú ætlar hann að laga þetta.
-
Mig langar til að vita; ....kannast krakkar annarsstaðar í veröldinni ekkert við syfju og einbeitingarskort í fyrstu og jafnvel í annari kennslustund á morgnanna? Hefur verið gerður samanburður á "syfju og einbeitingarskorti", t.d. á krökkum hér og í Bretlandi/Norðurlöndunum?
Ef marktækur munur er á krökkum í þessum löndum, segir það þá okkur ekki bara að syfjuðu krakkarnir fara einfaldlega of seint að sofa? Að þetta sé einhverskonar menningarlegt fyrirbrigði, að ganga seint til náða?
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.12.2010 kl. 13:02
Tímasóun að vera að spá í þessu á þessum tímapunkti, að auki er þetta bara púra vitleysa, eins og er lenska á alþingi
doctore (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 11:13
Ekki óskynmalegt að klukkan sé á ''rétt'' stillt í sjálfu sér. En ef klukkunni verður seinkað munu menn óðara fara að krefjast þess að henni verði flýtt á sumrin. Þá byrjar aftur hið alræmda klukkuhringl sem hvarf 1967. Um núverandi fyrirkomulag hefur verið sátt í 45 ár. Hvað fjöll varðar og djúpa dali þá er það ansans vandræði en mismunandi eftir staðháttum. En klukkuákvörðun getur ekki miðast við það heldur heildarhugsun. Best að hafa þetta eins og það er.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.12.2010 kl. 14:36
Hvet alla að ýta á að taka upp sveigjanlegan vinnutíma fyrir þá sem þess óska. Það myndi leysa þessi mál. Vonandi í eitt skipti fyrir öll!
Auðvitað hefur hver og einn sína góðu eiginleika, og slæma auðvitað líka. Atvinnulífið þarf að aðlaga sig að fólk er ýmist A-fólk sem vill taka daginn snemma og B-fólk sem vill byrja og hætta seinna en A-fólkið. með því væri unnt að hámarka afköst, arðsemi vinnunnar og skilvirkni í samfélaginu sem ekki veitir nú af.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 16.12.2010 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.