Voru jöklar ekki að stækka á Íslandi, langt fram eftir síðustu öld? Það getur auðvitað hafa verið staðbundið, enda rímar það alls ekki við að jöklar hafi verið að minnka í 150 ár.
Svo þurftu þessir "alarmistar" náttúrulega að klikkja út með:
"Skýrsluhöfundar telja að áhrif bráðnunar á nærsvæði jökla víða í heiminum séu þegar mikil, bráðnað jökulvatnið myndi stöðuvötn með ísstíflum sem svo bresti með tilheyrandi flóðum."
Svakalegt!
Þeir eru að verða búnir með öll hugsanleg stórslys í spádómum sínum Eitthvað af þessu hlýtur að fara að rætast
Jöklar bráðna hraðast í S-Ameríku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | 8.12.2010 (breytt kl. 00:40) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 945804
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Úkraínustríðið 11 ára
- Hvar er Miðflokkurinn?
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
- Sósíalistaflokkur Íslands - tilraun númer tvö!
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
Athugasemdir
Ég skil ekki hvernig þú getur gagnrýnt það sem þú setur í gæsalappir hér að ofan - þetta er alþekkt og meðal annars hér á landi. Hjá Almannavörnum má lesa þetta meðal annars:
Sjá Jökulhlaup á heimasíðu almannavarna
Það er eitt að vera með efasemdir um einhvern lítinn hluta af því sem einhverjir* segja - en að vera með efasemdir um allt sem einhverjir* segja - bara vegna þess hverjir* það eru sem segja það, er nánast barnalegt.
* í þessu tilfelli er um að ræða vísindamenn í loftslagsfræðum.
Höskuldur Búi Jónsson, 8.12.2010 kl. 10:38
Ah, þú hefur misskilið Höski, og svo sem ekki þér að kenna, þetta er óskírt hjá mér.
Ég geri mér grein fyrir því að jökulhlaup geta átt sér stað og hafa auk þess margoft átt sér stað. Þetta ku hafa verið t.d. nokkuð algengt við lok ísaldar og er t.d. talið að gríðarleg jökulflöð hafi komið úr ísaldarjöklinum þar sem nú eru "vötnin miklu" á landamærum USA pg Kanada.
-
Dæmin sem þú tiltekur, Höskui, eru hins vegar arfa slök. Þau jökulhlaup eru af allt öðrum toga en talað er um í fréttinni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2010 kl. 13:53
Gunnar:
Það er nú arfaslakt hjá þér, Gunnar, að kalla dæmin arfaslök, bara af því að einhver** ákeðin aðili kemur fram með þau Gunnar.
Mér þykir ekki mikill munur á orðalaginu í þessum tveimur tilfellum og þarna er verið að lýsa því sama:
Svo eru bara nefnd 2 dæmi um alengustu upptök jökulhlaupa á Íslandi... Vonandi verður svar þitt við þessu ekki gert út frá því hver*** er að svara þér Gunnar.
**Höski
***Svatli
** + *** = "alarmistar" í augum Gunnars...
Sveinn Atli Gunnarsson, 8.12.2010 kl. 14:01
Svo ég bæti við - Grænalón er ágætt dæmi um það sem sagt er frá í fréttinni - þannig að segja að þetta dæmi sem ég bendi á sé arfaslakt - er vægast sagt skrítið. Sjá Grænalón.
Höskuldur Búi Jónsson, 8.12.2010 kl. 14:33
Ég bendi á ofangreinda tilvitnun í skýrsluna og segi að þetta sé heimskulegur, barnalegur og augljós hræðsluáróður. Hann virkar sjálfsagt á illa upplýst fólk og sömuleiðis á þá sem hafa tendensa fyrir "vistkvíða".
-
Þessi yfirlýsing skýrsluhöfunda þjónar þeim tilgangi einum að fá almenning til að ímynda sér að svona flóð séu raunveruleg hætta fyrir mannfólkið og ef ekkert verður að gert muni "flóðaógæfan" dynja yfir.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2010 kl. 14:46
Hvaða vitleysa Gunnar.
Þessi skýrsla bendir á ákveðna og raunverulega áhættu af völdum eins þáttar á ákveðnum svæðum. Fullyrðingar um að þetta sé bara einhver hræðsluáróður um "flóðaógæfuna" miklu almennt er bara til í huga þér. Reyndu nú að sjá þetta aðeins blæbrigðaríkara í huga þér. Ætli þeir sem ræða málin eins og þú gerir hér séu bara ekki með einhvern kvíða fyrir framtíðinni...hvað sem hægt er að kalla það...kannski "kvíði-fyrir-vísindalegum-gögnum-og-um-gögn-varðandi-framtíðina" - stutt og laggott ;) - svona af því að þú vilt standa í nafnakalli í stað þess að ræða málin af skynsemi.
Sveinn Atli Gunnarsson, 8.12.2010 kl. 15:03
Þessu tegund kvíða hefur ekki verið skilgreind af Alþjóða heilbrigðisstofnuninni, mér vitanlega.
"Vistkvíði" hefur hinsvegar verið skilgreindur sem viðurkenndur sjúkdómur, sem þýðir t.d. að hægt er að fá vottorð hjá lækni, ef einkennin eru mjög svæsin og fólk kemst ekki til vinnu.
Ég hef þó ekki heyrt af neinum sem þyggur örorkubætur vegna sjúkdómsins. Það er sjálfsagt ekki langt í það.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2010 kl. 15:21
Jæja, Gunnar, nú ertu búinn að undirstrika það (ekki í fyrsta skipti reyndar) að þú hefur engan áhuga á að ræða málin málefnalega og af skynsemi, takk fyrir að minna mig á það.
Ég nenni ekki að standa í svona ómálefnalegum umræðum eins og þú vilt stunda hér. Mitt "kvíða"-dæmi var nú hugsað sem grín (til að undirstrika nafnaköll þín) varðandi þessa "vistkvíða" "speki" þína (ertu læknisfræðilega menntaður - ónei þú varst búinn að svara því áður), en ekki sem eitthvað raunverulegt dæmi, enda skiptir það ekki máli varðandi umræðuna almennt.
Það algerlega út í hött hjá þér að hjóla í manninn í hvert skipti sem þú getur ekki svarað fyrir þig (sem gerist ansi oft), og þá með einhverjum ómálefnalegum nafnaköllum... en ef þú hefur ekkert annað og málefnalegt til málanna að leggja, þá bara - bless, bless ;)
Sveinn Atli Gunnarsson, 8.12.2010 kl. 15:42
Gunnar:
Af hverju er dæmið um Grænalón arfaslakt?
Af hverju er það af allt öðrum toga en það sem fjallað er um í fréttinni?
Höskuldur Búi Jónsson, 8.12.2010 kl. 16:04
Vegna þess að yfirlýsing skýrsluhöfunda (tilvitnunin í pistlinum) er í "disaster" (stórslysa) stíl. Flest virðist reyndar vera í þeim "anda", sem frá þessum spekingum kemur.
-
Engin mannleg dramatík á sér stað í Grænalóni. Vissulega mikilfenglegar náttúruhamfarir, sem þar hafa átt sér stað með reglubundnum hætti.... og það án aðkomu mannskepnunnar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2010 kl. 18:47
Þú ruglar Gunnar - það að fólk hefur ekki farist í Grænalónshlaupunum gerir það ekki að verkum að dæmið sé arfaslakt eins og þú segir, þetta er mjög sambærileg lýsing og af svipuðum toga og fjallað er um í fréttinni.
Aðal munurinn er sá að fólki er almennt séð hættara fyrir slíkum hlaupum í Andesfjöllum Suður Ameríku, einfaldlega af því að þar eru dalirnir þröngir, háir og oftast nær eru þorp eða bæir á láglendinu neðan við þá.
Höskuldur Búi Jónsson, 8.12.2010 kl. 19:22
Ertu að meina þetta Gunnar:
Er þetta svona slæmt orðalag...?
Slys (það er þín túlkun að um "stórslysa" stíl sé að ræða) geta t.d. átt sér stað þar sem að þær aðstæður eru nærri mannabyggðum, eins og segir í frétta mbl.is:
Það væri þó merkilegt ef ekki mætti minnast á þessa hættu svo hægt sé að koma í veg fyrir slys með því að vera meðvitaður um áhættuna (er það slæmt?). En í báðum tilfellunum (sem hér hafa verið nefnd) er verið að tala um að ísstíflur geti brostið, í tilfelli Grænalóns erum við að tala um stað sem er fjarri byggðum, en þó getur stíflan brostið á svipaðan hátt og nærri byggðum samfélögum. Mér þykir þú líka teygja þig ansi langt í túlkun þinni á því hverju "alarmistar" klikkja náttúrulega með eins og þú velur að orða það svo skemmtilega...
PS. Ofsóknarbrjálæði er vel skilgreint fyrirbæri, á ég að leggja eitthvað í það... ég er ekki læknismenntaður og hef aldrei hitt þig, en maður veit þó aldrei - svo maður leiki sér að þinni eigin aðferðafræði...
Sveinn Atli Gunnarsson, 8.12.2010 kl. 19:36
Já, maður veit svo sem aldrei... þessi "cyber-heimur" hmmm
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2010 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.