Ég sendi að gamni mínu póst á inntv@inntv.is stílaðan á Ingva Hrafn Jónson, sjónvarpsstjóra og gerði að tillögu minni að stöðin hæfi vikulegar útsendingar á umræðuþætti sem skilaði því hlutverki, sem Silfri Egils hefði mistekist svo herfilega á undanförnum misserum.
Ég lét fylgja tillögunni að Hannes Hólmsteinn Gissurarson væri tilvalinn þáttastjóri, en honum væri vel treystandi til að fá ólík sjónarmið í þáttinn og með hann við stjórnvölinn væru fjörugar umræður tryggðar. Póstinn til Ingva Hrafns setti ég á bloggið, sjá HÉR
Svar hins háæruverðuga sjónvarpsstjóra var stutt og laggot:
"takk fyrir að horfa.kv-ihj"
Getur verið að Ingvi Hrafn standi í þeirri trú að kunningjaspjall hans á Hrafnaþingi, sé í samkeppni við Silfur Egils ?
Ps. Tillögunni um Hannes var slengt út í bríaríi. Það er örugglega til ungt, ferskt og vel lesið fólk þarna úti einhversstaðar, sem gæti skilað þáttastjórahlutverkinu með sóma. Ég held bara að umræðurnar yrðu svo asskoti skemmtilegar, ef Hannes fengi að blanda sér í þær. En það verður þó að vera af ákveðinni hógværð gagnvart viðmælendunum. Þeir verða að fá að vera í aðalhlutverkinu.
Górilluöpum fjölgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Fjölmiðlar | 7.12.2010 (breytt kl. 14:39) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
Athugasemdir
Er Ingvi Hrafn Górilla? :)
Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 8.12.2010 kl. 09:32
Eðvarð Hlynur; Já, Ingvi Hrafn er górilla sem finnur vonda lykt af öllum sem eru í kringum hann. Þess vegna snýr hann svona uppá nefið í sífellu.
(Nema að lyktin sé af honum sjálfum - svona górillulykt -) Hvernig lykta górillur annars?
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 8.12.2010 kl. 10:20
Mér fannst þessi fréttatenging ágæt hugmynd
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2010 kl. 13:58
mér finnst Hannes Hólmsteinn vera jafn leiðinlegur og Egill.
Offari, 8.12.2010 kl. 17:50
Offari; Vertu nú ekki að móðga Egil.
Mbkv, Björn bóndi =:o)>
Sigurbjörn Friðriksson, 9.12.2010 kl. 17:29
Mér dettur helst í hug að Ingvi Hrafn hafi haldið að þú værir að atast í sér. Hugmynd þín um Hannes sem þáttastjórnanda í þætti á borð við Silfur Egils er á mörkum þess fáránlega. :)
Ófeigur (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 00:39
Álls ekki, Ófeigur, það yrði mjög skemmtilegt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.12.2010 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.