Fyrir nokkrum árum mátti ég helst ekki missa af þætti Egils Helgasonar, "Silfri Egils". Í dag er ég alveg hættur að nenna að horfa á hann, nema einstöku sinnum í endursýningu og þá nenni ég yfirleitt ekki að horfa á allan þáttinn.
Ég sendi Ingva Hrafni Jónssyni, sjónvarpsstjóra á ÍNN, tölvupóst um málið. Alveg eins gott að birta hann strax hér, því Wikileaks kemst sjálfsagt í málið hvort eð er.
Sæll herra sjónvarpsstjóri, Ingvi Hrafn Jónsson. Í ljósi skelfilegra slagsíðu í tilteknar áttir í Silfri Egils á RUV og minnkandi áhuga almennings á umræðunni þar, finnst mér tilvalið að sjónvarpsstöðin ÍNN hleypi af stokkunum vikulegum spjallþætti, svipaðrar gerðar og Silfur Egils. Auðvitað þó með þeirri augljósu breytingu að spjallstjórnandinn sé ferskur og leiði saman andstæð sjónarmið, en safni ekki í kringum sig þóknanlegum álitsgjöfum úr háskólasamfélaginu. Margir þessara álitsgjafa presentera sig sem hlutlausa fræðimenn, en eru í raun ekkert annað en málpípa tiltekinna stjórnmálaflokka. Stundum er þetta pínlegt upp á að horfa.Ég sé fyrir mér bráðfjörugan þátt undir stjórn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Honum er vel treystandi til að leiða saman fjölbreytt sjónarmið og taka þátt í umræðum um þau.Kær kveðja frá Reyðarfirði,Gunnar Th. Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 946008
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana:
Athugasemdir
Er ekki nóg að vera bara með Ingva og Björn Bjarnason áfram á INN ? held þeir séu með 0.00004% samanlagt áhorf en svo bætast auðvitað við áhorf á Youtube sem allir hlæja að. Held bara að það sé ekki markaður fyrir Hannes ekki einu sinni á INN.
Einar Guðjónsson, 6.12.2010 kl. 16:55
Við vitum amk. hvar við höfum Hannes en offitusjúklingurinn í efstaleiti gerir sig út fyrir að vera fréttamaður hjá hlutlausum miðli. Er í raun bara stjórnlaus á því sviði eins og öðrum
Egill er hættulegur samfélaginu
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 17:05
Hvar ætti Ingvi Hrafn að fá ærlegt fólk í slíkan þátt? Held að fjölmargir hafi skömm á stöðinni hans, enda er hún skammarlega hlutdræg. Einstefna til hægri, með stöðugu skítkasti til vinstri.
Björn Birgisson, 6.12.2010 kl. 17:21
Hugmynd þín að nýjum og ferskum samtalsþætti sem vægi á móti Sifri Egils og "já"-bræðrasafni hans er mjög áhugaverð.
Hannes Hólmsteinn yrði aftur á móti jafn slæmur kostur og Ingvi Hrafn sjálfur til að stjórna þættinum, því það yrði skilyrði fyrir því að þátturinn yrði vinsæll og skoðanaskipti gengju hnökralaust, að viðmælendur, aðrir en þáttastjórnendurnir sjálfir, kæmust að. Hannes H. og Ingvi H. eru þeim mörkum brenndir, að viðmælendurnir ná að segja nokkur orð og þá eru viðmælendurnir kaffærðir og álit þeirra ná ekki að komast á pallborðið alveg eins og Egill Helgason í Silfri Egils var í fyrstu.
Egill H. í Silfri Egils með frammígjammi sínu gerði þáttinn oft leiðinlegan og óþolandi, nema þegar JÁ-bræðurnir voru að tala og gátu um frjálst höfuð strokið og talað sínu máli. Egill H., hinsvegar, lærði af þeim mistökum sem hann gerði lang stærst þegar hann var með Jón Ásgeir Jóhannesson í "viðtali", að Jón Ásgeir fékk ekkert að komast að og tjá sig. Það voru nefnilega flestir þeir sem ég talaði við á eftir og sem höfðu fylgst með því viðtali, vildu nefnilega fá að heyra hvað Jón Ásgeir hafði að segja. Sama hvort þeir voru óvildarmenn, vildarmenn Jóns Ásgeirs eða bara hlutlausir.
Egill H. hefur líklega fengið illilega á baukinn á eftir og fór nefnilega að gefa viðmælendum sínum (flestum) að komast meira að - en líklega hefur það verið vegna þess að hlutfall JÁ-bræðra hefur bara aukist síðan - sem hefur gert þáttinn braðglausan og hundleiðinlegan.
Með bestu kveðjum, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 6.12.2010 kl. 18:02
Hvað sérðu ferskt við Hannes Hólmsein #"%&&((/%&%#"%& ?
Bergljót Gunnarsdóttir, 6.12.2010 kl. 19:56
Takk fyrir athugasemdirnar.
Ég hef fulla trú á Hannesi, enda er hann fjölfróður maður. Hann yrði auðvitað að passa sig og allt það.
-
En svo er líka örugglega til ungt og ferskt fólk.... einhversstaðar þarna úti, sem gæti brillerað með svona þátt.
Eitt virðast þó flestir vera sammála um, en það er að "Silfur Egils" hefur dalað mikið hin síðari ár og full þörf á fersku blóði í þessa fjölmiðlaflóru.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.12.2010 kl. 23:32
Ég var að sjá svarið við póstinum sem ég sendi á ÍNN:
takk fyrir að horfa.kv-ihj-
Frábært svar!
Nei, svona í alvöru, þá finnst mér þetta svar eiginlega dónaskapur í Ingva Hrafni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.12.2010 kl. 23:57
... hann er kannski móðgaður? Hann heldur kannski að þátturinn sinn "Hrafnaþing" sé mótvægið við "Silfur Egils" ?
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.12.2010 kl. 00:00
G.Th.G;
Þarna rataðist þér rétt á Gunnar í öllum tilfellum:
1) "Takk fyrir að horfa.kv.ihj" getur þýtt að hann hafi ekki einu sinni nennt að lesa skilaboðin með tillögum þínum - sem er dónaskapur. Nema, hafi hann gert það, þá:
2) "Hrafnaþing" er réttmætt mótvægi við "Silfur Egils". Það kemst enginn annar að nema þáttarstjórnandinn í hvorugum þáttinum.
3) Ingi Hrafn hefur sármóðgast yfir tillögu þinni um að fá "ungt og ferskt" fólk til að stjórna þáttum á ÍNN. Inga Hrafni finnst hann vera sá "yngsti og ferskasti" sem kostur er að fá.
Tillaga til að bæta ÍNN stöðina: Það þarf að opna glugga og loftræsa þar, því það hlítur að vera svo mikil fýla þarna inni. Að minnsta kosti er þáttarstjórnandinn (IHJ) sífellt með snúið uppá nefið eins og að viðmælendur hans lykti eins og fýla úr hænsnabúi, nema það sé af honum sjálfum, því aldrei er hann örðuvísi með nefið.
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 7.12.2010 kl. 13:20
Góður, Björn bóndi
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.12.2010 kl. 13:34
Hrafnaþing er hvorki fugl né fiskur. Þetta er einsleitt kunningjaspjall og kannski ágætt fyrir sinn hatt.
Ég er ekki með slíkan þátt í huga, þegar ég tala um nýjan þátt fyrir Silfur Egils.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.12.2010 kl. 13:37
Mér lýst ekki á Hannes Hólmstein þar yrðu álitsgjafar af sama kaliberi úr "háskólasamfélaginu" og hjá Agli Helga, þetta hefur sáralítið með pólitík að gera þetta lið hefur verið heilaþvegið á sömu "fræðasetrunum".
Ég myndi stinga upp á Eiríki Stefánssyni sem þáttarstjórnenda. Það yrði skrautlegur þáttur með svipaða vigt og Egill hefur í silfrinu.
Annar er ég sammála þér, nenni ekki lengur að horfa á fyrirsjánlegt silfrið.
Magnús Sigurðsson, 7.12.2010 kl. 14:02
ÍNN eða Skjár 1 eru einu stöðvarnar sem gætu komið upp svon þætti, en gallinn er að Skjár 1 er áskriftarstöð. Hugsanlega myndu þeir geta selt áskriftir út á slíkan þátt, en nýr þáttur í stað, eða sem mótvægi, Silfurs Egils er orðinn meira en bráðnauðsynlegur.
Ég segi nákvæmlega eins og þú, Gunnar, að maður er nánast hættur að horfa á Silfrið vegna þess hve viðmælendurnir eru einsleitir og Egill sjálfur algerlega staðnaður.
Axel Jóhann Axelsson, 7.12.2010 kl. 14:04
Björn Birgisson, það hefur reyndar fólk úr öllum flokkum, (og raunar hver sem er) aðgang að stöðinni. Ég man eftir þessum þáttastjórum í svipinn. (Úr öðrum flokkum en Sjálfst.fl.)
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.12.2010 kl. 14:34
Það er komin ný færsla hjá mér um málið
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.12.2010 kl. 14:40
Mér þótti viðeigandi að tengja færsluna við "Górilluöpum fjölgar"
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.12.2010 kl. 14:43
Ég er bara alsæl með Egil.
Bergljót Gunnarsdóttir, 7.12.2010 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.