Þegar atkvæðagreiðsla á sér stað um það hvar helstu stórmót í íþróttum eiga að fara fram, þá er alltaf slatti af atkvæðum til sölu. Katar á mikla peninga og hefur greinilega beitt þeim óspart enda ekki ólíklegt að óvenju margir hafi verið falir vegna alþjóðlegu fjármálakreppunnar.
Katar er talið ríkasta land í heimi, enda situr þetta litla land á mestu gasbirgðum sem fyrirfinnast í veröldinni, auk þess sem olía er þar í miklum mæli. Þarna er algjört einræði en farið er tiltölulega mildum höndum um þegnanna, í samanburði við flest nágrannalönd þeirra. Konur mega t.d. aka bifreiðum í Katar!
Sú fagra hugsjón sem sögð er höfð að leiðarljósi hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu; að dreifa beri keppninni sanngjarnt um heimsbyggðina með það að markmiði að kynna íþróttina sem víðast, er góðra gjalda verð. En ég sé bara ekki hvaða gagn er verið að gera knattspyrnunni með því að halda keppnina í olíu og eyðimerkurríkinu Katar, þar sem búa rúmlega miljón manns.
Fyrirhugaðar fjárfestingar Katar- manna í loftkældum knattspyrnuhöllum, verða væntanlega galtóm minnismerki um fáránlegt bruðl mannskepnunnar. Ég hélt að svoleiðis hugsunarháttur væri á undanhaldi.
Það þarf enginn að segja mér það að ákvörðun FIFA um að halda keppnina í Katar ári 2022, hafi verið byggð á ungmennafélagsandanum.
![]() |
Uppsveifla í Qatar vegna HM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 5.12.2010 (breytt 6.12.2010 kl. 01:50) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 121
- Frá upphafi: 947487
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 118
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Háskóli Íslands fyrir hunda, ketti og páfagauka
- Frumskógarlögmálið....
- Landvarnarfólk
- Verndin verður brothætt
- Bæn dagsins...
- Öðruvísi en ég er vanur að sjá
- Stjörnur kannski stjórna, ljóð frá 6. október 2005.
- Sníkjudýrið, kvarf í þumalinn, þá kom næsta dag rönd ca 10 til 20 mm löng og ca 3 til 4 mm breið ofan við öklann á vinstri fæti. Eftir viku hafði röndin skipt sér í 5 örlítið aflanga punkta sem urðu kringlóttir eins og á myndunum.
- Hræðsluáróður?
- Karlmenn takast í hendur í Alaska ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.