Skilaboð til KSÍ

Afföllin í A-liðinu eru orðin grunsamlega mörg og einhverjum kann jafnvel að detta í hug orðið "áhugaleysi".  Yfirbragð leikstíls landsliðsins undir stjórn Ólafs Jóhannessonar, ber vott um "amatörisma", enda er Óli trésmiður sem hefur lengi haft áhuga á fótbolta og spilaði meira að segja sjálfur um skeið.

Gæði leikmanna okkar eru orðin það mikil, að það er eiginlega óþolandi og niðurdrepandi að horfa á hóp góðra og efnilegra leikmanna koðna niður vegna skorts á sjálfsöryggi og sigurvilja. Þessir leikmenn eiga skilið að hafa þjálfara sem er atvinnumaður í fagi sínu, líkt og þeir sjálfir og þá þurfum við að líta út fyrir landsteinanna.

Ég vil að ráðinn verði erlendir topp þjálfari, jafnvel þó launakröfur verði umtalsvert hærri. Afhverju ekki að láta reyna á þetta? Við erum í 8 liða úrslitum á EM U-21 árs og ef nú er ekki lag, hvenær þá?


mbl.is Gylfi Þór ekki með gegn Ísrael
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti ekki hugsast að þessi miklu afföll skýrist af því að menn hafi hreinlega ekki geð í sér til að leika gegn þessari þjóð? Ég væri ekki undrandi.

Gunnar Geirsson (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 12:45

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vertu nú ekki að blanda pólitík í íþróttir. Það verður einhvers staðar að vera skjól.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.11.2010 kl. 13:31

3 identicon

Ég hef nú trú á að menn séu frekar að hugsa um almenn og sjálfsögð mannréttindi og brot á þeim, frekar en pólitík.

Gunnar Geirsson (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 13:47

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Virka ekki mannréttindi í báðar áttir?

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.11.2010 kl. 14:17

5 identicon

Nei, þau ættu að virka í ALLAR áttir, en eins og þú veist þá gera þau það ekki.

Gunnar Geirsson (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband