Við ætlum að gera hvorutveggja

Íslendingar ætla sér að stunda hvalaskoðun nú sem endranær, enda vaxandi atvinnugrein. Ef það þarf að "hlúa að" greininni á einhvern sérstakan hátt, þá þarf það að vera eftir öllum jafnræðis og sanngirnisreglum og ekki skaða aðra atvinnurekendur.

Íslendingar ætla sér að stunda hvalveiðar nú sem endranær, enda vaxandi atvinnugrein. Ef það þarf að "hlúa að" greininni á einhvern sérstakan hátt, þá þarf það að vera eftir öllum jafnræðis og sanngirnisreglum og ekki skaða aðra atvinnurekendur.

Hvalveiðar og hvalaskoðun eru gjörólíkar atvinnugreinar og báðar heillandi á sinn hátt. Það hefur sýnt sig, bæði á Íslandi og í Noregi, sem eru tvö helstu hvalaskoðunarlöndin í N-Atlantshafi, að hvalaskoðun hefur haldið áfram að aukast, "þrátt fyrir" hvalveiðar í viðkomandi löndum. Þessi þróun er þvert á fullyrðingar hvalverndunarsinna og margra þeirra sem vinna í greininni.

wrongFlestir ef ekki allir eigendur hvalaskoðunarfyrirtækja, vilja stöðva allar hvalveiðar. Þeir vilja stöðva gjörólíka atvinnugrein, jafnvel þó þeirra eigin sé í örum vexti! Woundering  Einhvernveginn gengur þetta ekki upp, því það getur ekki verið á faglegum forsendum sem þessir rekstraraðilar eru á móti hvalveiðum.

Þessi afstaða þeirra er auðvitað á sömu tilfinningalegu nótunum og rök International Fund for Animal Welfare og hafa ekkert með fagmennsku að gera. Það er alið á ýktum myndrænum slagorðum, eins og: „Stöðvið grimmilega hvalaslátrun Íslands“. Og svo er gefið í skyn að þessi dýr séu í útrýmingarhættu, en það er auðvitað fjarri lagi. Það er verið að tala um að veiða örfá dýr úr stofnum sem telja tugi þúsunda einstaklinga.

Sumir segja að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni, og er þá vísað til viðskiptahagsmuna stórra íslenskra fyrirtækja í Evrópu og Bandaríkjunum, sem kunna að vera í hættu vegna þrýstings frá svona "Trjáföðmurum" 

Það er dálítið merkilegt að þeir sem hafa mestar áhyggjur af þessum "tekjumissi", er fólk sem stendur utan þessara viðskiptahagsmuna. Þetta fólk kemur jafnvel frá umhverfisverndarsamtökum og hvalaskoðunarfyrirtækjum. Woundering  Ekki hefur orðið vart efnahagslegrar dýfu í útflutningsverðmætum Íslendinga, þegar hæst heyrist í þessu fólki. Eflaust geta einstaka fyrirtæki staðfest tímabundinn samdrátt í sölu á afurðum sínum, þegar öfgasamtök gera sérstaka árás á fyrirtæki þeirra, jafnvel með fulltyngi myndatökumanna fréttastofanna. En svo líður þetta hjá, jafn harðan.


mbl.is Undirskriftir gegn hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Ég er þér alveg sammála um þetta, Gunnar, - og hefi satt að segja litlu við þetta að bæta.

Tryggvi Helgason, 6.11.2010 kl. 19:11

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir innlitið, Tryggvi

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.11.2010 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband