Réttmæt spurning

Spurningin um það, hvort raforkusala til stóriðjufyrirtækja sé arðbærust, er spurning sem við þurfum að spyrja okkur með reglulegu millibili. Hlutirnir geta verið fljótir að breytast.

Menn nefna jafnan gagnaver þegar þeir hugleiða "eitthvað annað" í staðinn fyrir t.d. álver. Það finnst mér dálítið merkilegt, þar sem þetta eru mjög ólíkir orkukaupendur. Álver notar alltaf jafn mikla orku, allan sórhringinn, allan ársins hring, óháð veðri og vindum og gerðir eru sölusamningar við álverin til 20-40 ára í senn. Lítil hætta er á að ál verði óþarfur málmur í náinni framtíð og langtímaspár benda til vaxtar í greininni. Þróun álverðs sl. tvö ár má sjá HÉR

Gagnaver nota mismikla orku, minna á nóttunni en meira á daginn. Minna á veturna en meira á sumrin. Hvernig geta þetta verið sambærilegir orkukaupendur? Auk þess er þróunin í tölvuheiminum svo ógnarhröð að við vitum ekkert hvort gagnaver verða yfir höfuð til með þessu sniði eftir fáein ár. Kannski verða öll gögn geymd úti í geimnum.... hver veit?

Menn tala um að setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Það er þó betra að setja þau í góða og heila körfu en í götótta, eins og sumir virðast vilja.


mbl.is Er álvinnsla arðbærust?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband