Á netmiðli DV í dag má sjá frétt sem ber fyrirsögnina "Sýning um hrunið ritskoðuð".
Safnstjóri Listasafns Árnesinga í Hveragerði, Inga Jónsdóttir, ritskoðaði myndlistarsýningu og rifti samningum við sýningarstjórana. Meðal höfunda á sýningunni var Ólafur Elíasson og Ragnar Kjartansson.
Á mynd með fréttinni eru hins vegar ekki þessir þekktu aðilar, heldur aðrir þrír heldur minna þekktir, þau Hannes Lárusson, Ásmundur Ásmundsson og Tinna Grétarsdóttir, mannfræðingur, en þau munu vera sýningarstjórar "Koddu", en svo nefnist myndlistarsýningin.
Margir myndlistarmenn hafa verið "á jötunni" hjá banka og fjármálafyrirtækjum í góðærinu. Ég hygg að Ragnar Kjartansson og Ólafur Elíasson, eigi þeim einhverja mærðardaga að þakka. Sennilega hafa þeir Hannes og Ásmundur þó orðið útundan og ekki fengið "boðskort" frá Bjarna Ármannssyni, um að mála fyrir Glitni.
Ástæða ritskoðunarinnar mun vera sú fádæma smekkleysa, sem þetta fólk réttlætir sem list. Sýning hópsins átti öðrum þræði að fjalla um íslenska efnahagshrunið á gagnrýnin hátt og átti Bjarni Ármannsson að prýða boðskortið á sýninguna.
Nú er ég ekki hér til að verja Bjarna Ármannsson, eða nokkurn þann sem hugsanlega hefur brotið lög í þessu efnahagshruni. Ég vil að þeir verði allir með tölu sóttir til saka fyrir brot sín og taki út sína refsingu. Engin hefur þó verið sakfelldur enn.
"List" af þessu tagi er ævilangur refsidómur.... og það án þess að hafa verið dreginn fyrir rétt!
Sýningarstjórarnir sendu kvörtunarbréf til Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM, og óskaði að félagið ályktaði um málið tafarlaust enda um að ræða alvarlegt og einstakt mál sem varðar starfsvettvang og starfsheiður listamanna.
Maður er bara sleginn
![]() |
Ólafur Elíasson fær fjórar stjörnur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | 25.10.2010 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 947569
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Samtökin 78 í samstarfi við lögreglu um hugsanaglæpi
- Vilji er allt sem þarf
- Sleggjan og pottarnir
- Jákvætt skref
- Bæn dagsins...
- Það er alltaf talað um sömu vandamálin, en þau versna, eins og firringin til dæmis, gróðahyggjan. Fólk hér á Vesturlöndum ræður hreinlega ekki yfir eigin lífi og tilveru
- 3259 - Kári Stefánsson
- Ítrekað brotið samninginn
- Staðreyndir sem utanríkisráðherra virðist ekki átta sig á.
- Tala um þjóðarmorð á þjóð sem er ekki til
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.