Það er sagt að í stríði skrifi sigurvegarinn að lokum söguna. Unnur Birna Karlsdóttir gerir tilkall til að skrifa söguna um "stríðið" milli öfgakenndra náttúruverndarsjónarmiða og hófsamra nýtingar/verndarsjónarmiða? Ég vissi ekki að því stríði hefði lokið með sigri öfganna.
Unnur segir að "....stuðningur við virkjanir hafi stýrt auðlindastefnu ríkisstjórna á Íslandi alla 20. öld og fyrstu ár þessarar aldar, sem skýri um leið hversu veik staða náttúruverndar hafi verið á tímabilinu."
Það er rangt að mínu mati, að staða náttúruverndar hafi verið veik á Íslandi. Vissulega hafa öfgarnir ekki alfarið fengið að ráða för, en það þýðir ekki að staða náttúruverndar sé veik.
Það er auðvelt að skrifa einhverjar persónulegar hugleiðingar um þessi mál, en að stimpla þær hugleiðingar með sagfræðistimpli, sem faglegri og hlutlausri úttekt á þessum málum, er full bjartsýnt hjá Unni Birnu. A.m.k. miðað við ofangreinda tilvitnun, því þar er hún augljóslega að lýsa einstaklingsbundnu mati sínu og smekk á stöðu náttúruverndar á Íslandi.
Auk þess gerir hún virkjanir landsins að blóraböggli og kennir þeim beinlínis um veika stöðu náttúruverndar. Ég held að Unnur ætti að skoða þátt t.d. Landsvirkjunar í náttúruvernd á Íslandi. Þar er sagnfræði, sem kollvarpar þessum vangaveltum hennar.
Fossarnir hafa alltaf verið í lykilhlutverki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 22.10.2010 (breytt kl. 18:10) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 945806
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
- Ranghugmynd dagsins - 20241121
- Kvenfrelsunarflog Ríkisútvarpsins
- Ríki heimsins eru ekkert hrifin af frelsi
- Kosningagos
- Úkraínustríðið 11 ára
- Hvar er Miðflokkurinn?
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
Athugasemdir
Ég veit reyndar ekki hvernig það er í öðrum löndum en "faglegar" umfjallanir hér eru alveg hroðalega misheppnaðar og nánast alltaf litaðar af pólitík. Eins og þessi "fag" kona.
Nú Stefán Ólafsson og Þorvaldur Gylfason eru dæmi um menn sem kalla sig fagmenn en eru ekkert skárri en undirmálsbloggarar á Eyjunni.
Það en nánast sama hvar mann ber niður, ef maður þekkir eitthvað til þá sér maður hvað umfjöllunin er vitlaus.
Dæmi sem ég þekki vel eru tengd skotveiðum, byssum (ég er byssusmiður) leikhúsum ofl.
Alltaf skulu menn sem ekkert vit hafa á hlutunum vera kallaðir til þegar leitað er álits.
Mér er minnisstætt þegar Ómar Ragnarsson kallaði til einhverja stelpu sem vissi "allt" um stíflur og auðvitað var RÚV með viðtal við hana og samkvæmt henni ætti Kárahnjúkastíflan að vera brostin fyrir löngu, eða svo.
Held hún hafi verið að hugsa um að læra eitthvað tengt einhverju sem gæti tengst stíflugerð.Einhvern tímann. En hún hentaði málstað Ómars svona ljómandi vel þannig að hún var allt í einu orðin sérfræðingur.
Svo eru það allir "sérfræðingarnir" sem Egill Helgason handvelur eftir skoðunum.
Jesús Pétur. Segi ekki meir.
Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 21:57
Takk fyrir innleggið, Örn. Allt satt og rétt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.10.2010 kl. 22:54
Gunnar: Þarft þú ekki að fá stærri lyfjaskammt við náttúruhatri þínu...?Bara svona vinaleg ábending...góða haturslausa nótt !
HStef (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 23:27
Hjalti: Þarft þú ekki að læra að rökræða hlutina áður en þú opinberar þig svona? Engin efnisleg gagnrýni frá þér, frekar en fyrri daginn. Eintóm slagorð og sniðugheit.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.10.2010 kl. 15:17
Rökræða við þig ? Ég held nú ekki, ég gæti allt eins talað við veggin fyrir framan mig, hann hefur þó tvær hliðar...góða nótt !
HStef (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 16:29
Fyrir þér, er bara ein hlið á veggnum, því þú hefur aldrei reynt að fræðast um það hvað á bak við hann er.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.10.2010 kl. 19:24
Eru það ekki öfgar að lesa skrif annara með það í huga að tína út það sem kemur öfgamanninum að gagni og jafnvel oftúlkar upplýsingar sem fram koma?
Lykilatriði góðrar fræðimennsku er að vera hlutlaus gagnvart viðfangsefninu, meta allt hlutlægt, ekki huglægt eins og þú Gunnar gerir.
Stefán Ólafsson og Þorvaldur Gylfason eru báðir þekktir fyrir vandaða umfjöllun og því mjög ósmekklegt að klína einhverju misjöfnu á þá. Sama má segja um rit Unnar Karlsdóttur: Þar sem fossarnir falla sem þér Gunnar virðist vera uppsigað við. En hvers vegna? Er þessi umfjöllun öðru vísi en þú væntir? Varstu að vænta einhverjar halelúja boðskap í bók hennar eins og sporgöngumenn þeir sem töldu Kárahnjúkavirkjun meira virði en tugir fossa sem þeim þótti sjálfsagt að fórna?
Bók Unnar er mjög gott yfirlit um sögu breyttra viðhorfa varðandi virkjanamál. Hún segir sögu eins og hún raunverulega gerðist, ekki eins og einhver ákveðinn hagsmunaaðili vænti þess að yrði.
Sem virkjanasinni ertu Gunnar á vissan hátt öfgamaður einkum þegar þú vilt ekki sætta þig við að aðrir kunni að hafa öndverða skoðun en þú.
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 29.5.2012 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.